Sport

Dagskráin í dag: Besta-deildin, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsmeistarar Breiðabliks sækja Fram heim í kvöld.
Íslandsmeistarar Breiðabliks sækja Fram heim í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á beinar útsendingar frá morgni til kvölds á þessum fína föstudegi þar sem ber hæst að nefna viðureign Fram og Breiðabliks í Bestu-deild karla.

Við hefjum þó leik í heimi rafíþróttanna þar sem annar dagur BLAST Premier mótaraðarinnar fer fram í dag. Upphitun hefst klukkan 09:30 áður en Herioc og BIG eigast við hálftíma síðar á Stöð 2 eSport.

Klukkan 13:00 er svo komið að viðureign NaVi og Astralis áður en FaZe Clan og OG etja kappi klukkan 16:00.

Þá verður beint útsending frá tveimur golfmótum á Stöð 2 Sport 4 í dag en klukkan 14:00 hefst útsending frá Aramco Team Series - London á LET-mótaröðinni áður en DANA Open á LPGA-mótaröðinni tekur við klukkan 19:30.

Þá mun föstudagsleikur Fram og Breiðabliks í Bestu-deild karla loka kvöldinu í Úlfarsárdalnum. Bein útsending frá vellinum hefst klukkan 20:05 og leikurinn sjálfur hefst tíu mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×