Öryggi og velferð í Uppsveitum Haraldur Helgi Hólmfríðarson skrifar 12. júlí 2023 15:31 Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Sjúkraflutningar Mest lesið Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun