Handbolti

Segir lið Janusar og Sigvalda í fjárhagsvandræðum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson gæti þurft að taka á sig launaskerðingu. 
Sigvaldi Björn Guðjónsson gæti þurft að taka á sig launaskerðingu.  Vísir/Getty

Hið nýríka norska handboltafélag Kolstad á í fjárhagsvandræðum að sögn TV 2 Sport en í frétt miðilsins segir að óskað hafi verið eftir því að leikmenn liðsins taki á sig launalækkun.

Íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kolstad en norsku stjörnurnar Sander Sagosen, Magnus Rød og Søgard Johannessen eru á leið í stjönumprýtt lið félagsins í sumar. 

Fram kemur í umfjöllun TV 2 Sport um erfiðleika Kolstad að leikmenn hafi verið beðnir um að lækka laun sín um 30 % á næsta tímabili og svo aftur um 20 % á leiktíðinni þar á eftir sökum þess að illa hafi gengið að fá styrktaraðila hja félaginu.   

Jostein Sivertsen, stjórnarformaður Kolstad, hefur ekki tjáð sig um þessar fregnir.  

Kolstad vann alla þá titla sem keppt er um á norskri grundu síðasta vetur en liðið mun leika í Meistaradeild Evrópu á komandi vertíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×