Allt annað að sjá Wembanyama í leik númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 14:00 Victor Wembanyama hitti vel í nótt og sýndi þar af hverju menn eru svo spenntir fyrir honum. AP/John Locher Victor Wembanyama leit ekki út eins og undrabarn í fyrsta leik sínum í Sumardeildinni en það var allt annað upp á teningnum í nótt. Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023 NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira