Kobe verður á kápunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 11:01 Kobe Bryant spilaði allan sinn NBA feril með liði Los Angeles Lakers og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu. Getty/Ronald Martinez Heiðurshallarmeðlimurinn Kobe Bryant verður á forsíðu á nýju útgáfu NBA körfubolta tölvuleiksins NBA 2K en útgefendur leiksins tilkynntu þetta í gær. Það kom líka fram á miðlum fyrirtækisins að í raun verða tvær kápur í boði því leikurinn kemur út í tveimur útgáfum. 8 2 4 Sharing the Mamba Mentality with the next generation. Introducing our #NBA2K24 cover athlete, Kobe Bryant. Kobe Bryant Edition Black Mamba EditionPre-order your copy tomorrow. pic.twitter.com/afcqMh5qr8— NBA 2K (@NBA2K) July 6, 2023 Kobe mun prýða báðar forsíður beggja útgáfa sem heita upp á ensku „the Kobe Bryant Edition“ og „the Black Mamba Edition“. Fyrirtækið er að halda upp á 25 ára afmæli leiksins og vildi gera það með því að heiðra einn vinsælasta körfuboltamann heims á þessum aldarfjórðungi. Leikurinn er og hefur verið gríðarlega vinsæll. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Kobe prýðir kápu leiksins því hann er að gera það nú í fjórða sinn. #NBA2K24 News: In honor of Kobe returning to the NBA 2K cover, players can celebrate his legacy and channel their inner-Mamba mentality in the brand-new Mamba Moments mode" (@2KIntel) pic.twitter.com/74CiunkOto— The Laker Files (@LakerFiles) July 6, 2023 Þar er talið með 2K21 útgáfan en Bryant var á forsíðunni á sérstakri Mamba Forever útgáfu sem var gefin út nokkrum mánuðum eftir að Kobe fórst ásamt dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum í þyrluslysi í janúar 2020. Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA meistari með Los Angeles Lakers en hann spilaði í tuttugu ár með félaginu áður en hann setti skóna upp á hillu árið 2016. Kobe var einu sinni valinn bestur í deildinni (2007-08) en hann er í fjórða sæti yfir flest skoruð stig í sögu NBA með alls 33.643 stig. Hann var tekinn inn Heiðurshöll Naismith árið 2020. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Það kom líka fram á miðlum fyrirtækisins að í raun verða tvær kápur í boði því leikurinn kemur út í tveimur útgáfum. 8 2 4 Sharing the Mamba Mentality with the next generation. Introducing our #NBA2K24 cover athlete, Kobe Bryant. Kobe Bryant Edition Black Mamba EditionPre-order your copy tomorrow. pic.twitter.com/afcqMh5qr8— NBA 2K (@NBA2K) July 6, 2023 Kobe mun prýða báðar forsíður beggja útgáfa sem heita upp á ensku „the Kobe Bryant Edition“ og „the Black Mamba Edition“. Fyrirtækið er að halda upp á 25 ára afmæli leiksins og vildi gera það með því að heiðra einn vinsælasta körfuboltamann heims á þessum aldarfjórðungi. Leikurinn er og hefur verið gríðarlega vinsæll. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Kobe prýðir kápu leiksins því hann er að gera það nú í fjórða sinn. #NBA2K24 News: In honor of Kobe returning to the NBA 2K cover, players can celebrate his legacy and channel their inner-Mamba mentality in the brand-new Mamba Moments mode" (@2KIntel) pic.twitter.com/74CiunkOto— The Laker Files (@LakerFiles) July 6, 2023 Þar er talið með 2K21 útgáfan en Bryant var á forsíðunni á sérstakri Mamba Forever útgáfu sem var gefin út nokkrum mánuðum eftir að Kobe fórst ásamt dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum í þyrluslysi í janúar 2020. Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA meistari með Los Angeles Lakers en hann spilaði í tuttugu ár með félaginu áður en hann setti skóna upp á hillu árið 2016. Kobe var einu sinni valinn bestur í deildinni (2007-08) en hann er í fjórða sæti yfir flest skoruð stig í sögu NBA með alls 33.643 stig. Hann var tekinn inn Heiðurshöll Naismith árið 2020. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira