ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:03 Leiðin á Ólympíuleikana er löng og afar torfær en Ísland á alla vega fræðilega möguleika núna á að fara hana. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar. Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira
Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar.
Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira