Körfubolti

Westbrook lækkar um 5,9 milljarða í launum milli ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrookvildi spila áfram í Los Angeles borg og tók því á sig mikla launalækkun til að spila með Clippers.
Russell Westbrookvildi spila áfram í Los Angeles borg og tók því á sig mikla launalækkun til að spila með Clippers. Getty/Justin Ford

Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook setti nýtt NBA met þegar hann samþykkti nýjan samning við Los Angeles Clippers um helgina.

Westbrook kom til Clippers á miðju síðasta tímabili en hann fékk 47 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir 2022-23 tímabilið eða meira en 6,4 milljarða íslenskra króna.

Westbrook hafði skrifað undir risasamning sem leikmaður Oklahoma City Thunder árið 2018 sem gaf hnum 205 milljónir dollara á fimm árum. Hæsta útborgunin var á þessu síðasta ári samningsins.

Hinn 34 ára gamli Westbrook hafði flakkað á milli liða síðustu árin á samningnum og endaði á því að Utah Jazz keypti upp samninginn hans og hann fór til Clippers. Hjá Clippers var hann með 15,8 stig, 7,6 stoðsendingaer og 4,9 fráköst að meðaltali í leik.

Westbrook hefur nú gengið frá tveggja ára samningi við Clippers sem færir honum 7,8 milljónir dollara eða rúman milljarð í íslenskum krónum.

Hann fær því fjórar milljónir dollara í laun fyrir 2023-24 tímabilið sem þýðir að Westbrook tekur á sig 43 milljón dollara launalækkun.

Westbrook lækkar því um 5,9 milljarða í launum milli ára sem er mesta launalækkun sögunnar í NBA deildinni í körfubolta.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×