Stjórnvöld eru ekki hafin yfir lög Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 29. júní 2023 11:00 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun