Stjórnvöld eru ekki hafin yfir lög Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 29. júní 2023 11:00 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun