Íslendingaslagir í báðum riðlum Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson lék lykilhlutverk í liði Magdeburg er liðið tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Frederic Scheidemann/Getty Images Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta fyrir næsta tímabil fyrr í dag og eins og svo oft áður voru nokkur Íslendingalið í pottinum. Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía) Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Eins og undanfarin ár var dregið í tvo átta liða riðla þar sem leikin verður tvöföld umferð. Að riðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors riðils beint í átta liða úrslitin, en liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum. Af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eru fjögur Íslendingalið. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með Barlinek Industria Kielce og þeir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með Kolstad. Madgeburg, Veszprém og Kielce unnu sér inn sæti í Meistaradeildinni í gegnum deildarkeppnir í sínum heimalöndum, en Kolstad fékk svokallað „wild card“ sem liðið gat sótt um eftir að hafa tryggt sér norska meistaratitilinn. Eftir Meistaradeildardráttinn er nú ljóst að það verða Íslendingaslagir í báðum riðlunum þar sem hvor riðill fyrir sig fékk tvö Íslendingalið. Kielce og Kolstad verða saman í A-riðli og Veszprém og Magdeburg leika saman í B-riðli. Vesprém og Magdeburg munu þurfa að kljást við lið á borð við Barcelona, Wisla Plock og GOG, en Kolstad og Kielce munu mæta PSG, Kiel og gPick Szeged svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna að Janus Daði mun mæta sínum gömlu félögum í Álaborg og Sigvaldi mun einnig mæta gömlum félögum þegar Kolstad og Kielce eigast við í Íslendingaslag. 𝗠𝗔𝗖𝗛𝗜𝗡𝗘𝗦𝗘𝗘𝗞𝗘𝗥 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 𝗟𝗘𝗔𝗚𝗨𝗘👉 The first round is scheduled for 13-14 September 2023. #ehfcl + Info 📲 https://t.co/ScQ8b6p9dM Draw 📺 https://t.co/PsKkK0PMs4 pic.twitter.com/xPrISumobh— EHF Champions League (@ehfcl) June 27, 2023 Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram dagana 13. og 14. september, en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan eða í Twitter-færslunni hér fyrir ofan. A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
A-riðill Barlinek Industria Kielce (Pólland) Paris Saint-Germain Handball (Frakkland) THW Kiel (Þýskaland) HC Zagreb (Króatía) Aalborg Håndbold (Danmkörk) OTP Bank – PICK Szeged (Ungverjaland) HC Eurofarm Pelister (Norður-Makedónía) Kolstad Handball (Noregur) B-riðill GOG (Danmörk) Telekom Veszprém HC (Ungverjaland) Barcelona (Spánn) SC Magdeburg (Þýskaland) ORLEN Wisla Plock (Pólland) Montpellier Handball (Frakkland) FC Porto (Portúgal) RK Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira