Norska ofurliðið fær Meistaradeildarsæti en Óðinn og félagar sitja eftir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 14:30 Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson munu leika með Kolstad í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Óðinn Þór Ríkharðsson fer aftur í Evrópudeildina. Kolstad/Kadetten Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti fyrr í dag hvaða sex lið það eru sem fá stöðuhækkun úr Evrópudeildinni upp í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Norska ofurliðið Kolstad, með þá Janus Daða Smárason og Sigvalda Björn Guðjónsson innanborðs, er meðal þeirra liða sem fær sæti. Alls voru tíu lið sem sóttu um að fá sæti í Meistaradeildinni frekar en Evrópudeildinni. Þar á meðal voru Íslendingaliðin Kolstad og Kadetten Schaffhausen, en einnig HC Zagreb (Króatía), Álaborg (Danmörk), Montpellier (Frakkland), Pick Szeged (Ungverjaland), Wisla Plock (Pólland), Sporting CP (Portúgal), Dinamo Bucuresti (Rúmenía) og IFK Kristianstad (Svíþjóð). Kolstad, Zagreb, Álaborg, Montpellier, Pick Szeged og Wisla Plock fengu öll sæti í Meistaradeild Evrópu, en hin fjögur liðin þurfa að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni. Alls verða því fjögur Íslendingalið í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með ungverska liðinu Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með pólska liðinu Kielce sem mátti þola tap gegn Magdeburg í úrslitaleik keppninnar um liðna helgi og þeir Janus og Sigvaldi leika með Kolstad eins og áður segir. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá EHF þar sem öll 16 liðin sem taka þátt eru talin upp. These are the 16 teams participating in the next edition of the 𝗠𝗮𝗰𝗵𝗶𝗻𝗲𝘀𝗲𝗲𝗸𝗲𝗿 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻𝘀 𝗟𝗲𝗮𝗴𝘂𝗲.The draw will take place on 27 June at ⏰ 11:00 CEST in 📍 Vienna. Teams will be drawn in two groups of eight.Read more 📝https://t.co/dIXmIPp0n1 pic.twitter.com/bks7RJWVXw— EHF Champions League (@ehfcl) June 20, 2023 Eins og undanfarin ár eru 16 lið sem munu taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og verður þeim skipt upp í tvo átta liða riðla. Dregið verður í riðlana að viku liðinni og verður greint frá því hér á Vísi. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Alls voru tíu lið sem sóttu um að fá sæti í Meistaradeildinni frekar en Evrópudeildinni. Þar á meðal voru Íslendingaliðin Kolstad og Kadetten Schaffhausen, en einnig HC Zagreb (Króatía), Álaborg (Danmörk), Montpellier (Frakkland), Pick Szeged (Ungverjaland), Wisla Plock (Pólland), Sporting CP (Portúgal), Dinamo Bucuresti (Rúmenía) og IFK Kristianstad (Svíþjóð). Kolstad, Zagreb, Álaborg, Montpellier, Pick Szeged og Wisla Plock fengu öll sæti í Meistaradeild Evrópu, en hin fjögur liðin þurfa að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni. Alls verða því fjögur Íslendingalið í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með ungverska liðinu Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með pólska liðinu Kielce sem mátti þola tap gegn Magdeburg í úrslitaleik keppninnar um liðna helgi og þeir Janus og Sigvaldi leika með Kolstad eins og áður segir. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá EHF þar sem öll 16 liðin sem taka þátt eru talin upp. These are the 16 teams participating in the next edition of the 𝗠𝗮𝗰𝗵𝗶𝗻𝗲𝘀𝗲𝗲𝗸𝗲𝗿 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻𝘀 𝗟𝗲𝗮𝗴𝘂𝗲.The draw will take place on 27 June at ⏰ 11:00 CEST in 📍 Vienna. Teams will be drawn in two groups of eight.Read more 📝https://t.co/dIXmIPp0n1 pic.twitter.com/bks7RJWVXw— EHF Champions League (@ehfcl) June 20, 2023 Eins og undanfarin ár eru 16 lið sem munu taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og verður þeim skipt upp í tvo átta liða riðla. Dregið verður í riðlana að viku liðinni og verður greint frá því hér á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira