Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Meike Witt og Birta Flókadóttir skrifa 23. júní 2023 16:31 Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar