Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2023 08:01 Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun