Sendir samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn Jón Daníelsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Geðheilbrigði Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun