Körfubolti

Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona leggur skóna á hilluna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hallveig Jónsdóttir lék 353 leiki fyrir Val í efstu deild.
Hallveig Jónsdóttir lék 353 leiki fyrir Val í efstu deild. Vísir/Bára Dröfn

Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, aðeins 27 ára að aldri.

Hallveig greindi frá ákvröðun sinni á Instagram-síðu sinni í gær. Hún lék allan sinn feril með Val, ef frá er talið eitt tímabil með Keflavík tímabilið 2014-15.

Með Val varð Hallveig Íslandsmeistari í þrígang, deildarmeistari í tvígang og bikarmeistari einu sinni. Alls lék Hallveig 353 leiki með Val í efstu deild, auk þess að hafa verið fyrirliði liðsins um tíma. Síðasti titill Hallveigar með Val kom einmitt í vor er Valur varð Íslandsmeistari.

Þá átti Hallveig fast sæti í íslenska landsliðinu um hríð og lék alls 27 leiki fyrir Íslands hönd á árunum 2013 til 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×