Stefán tók erfiða ákvörðun í janúar en er spenntur fyrir næsta vetri Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 10:30 Stefán Arnarson er orðinn þjálfari Hauka eftir að hafa stýrt Fram um árabil. vísir/Sigurjón Handboltaþjálfarinn Stefán Arnarson bíður spenntur eftir því að byrja að vinna með nýjum lærimeyjum sínum í Haukum eftir að hafa verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Stefán og Díana Guðjónsdóttir munu saman stýra ungu og spennandi liði Hauka sem undir stjórn Díönu komst í undanúrslit Olís-deildarinnar í vor og tapaði þar í æsispennandi oddaleik gegn ÍBV. Stefán er sigursælasti handboltaþjálfari efstu deildar kvenna á þessari öld og hefur meðal annars unnið sjö Íslandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla, með Fram og Val. Hann hætti að eigin ósk hjá Fram í vor eftir níu tímabil með liðinu og segir það hafa verið erfiða ákvörðun. „Já, mjög svo. Ég er búinn að vera þarna í níu ár, að vísu tvö Covid-ár, og búinn að kynnast leikmönnum vel. Þetta eru frábærir leikmenn og frábærar manneskjur, svo það var mjög erfitt að kveðja. En öllu góðu lýkur einhvern tímann. Ég ákvað í janúar að segja að þetta væri gott, og ég er sáttur við þá ákvörðun,“ segir Stefán í samtali við nafna sinn, Stefán Árna Pálsson, í Sportpakkanum. „Gaman að sjá hvort hún taki næsta skref“ Stefán samdi eins og fyrr segir til þriggja ára við Hauka. „Þetta er spennandi lið og flottur klúbbur. Þeir eru búnir að standa mjög faglega að þessu og ég hlakka bara til að vera þarna næsta vetur,“ segir Stefán sem er spurður sérstaklega út í Elínu Klöru Þorkelsdóttur, besta og efnilegasta leikmann síðustu leiktíðar í Olís-deildinni. „Það eru náttúrulega sex leikmenn þarna í U19-landsliðinu. Svo eru eldri og reyndari leikmenn þarna líka. Hún [Elín Klara] er búin að standa sig frábærlega og það verður gaman að sjá hvort hún taki næsta skref, á næsta ári,“ segir Stefán. En ætlar hann að breyta einhverju í Haukaliðinu? „Það er alltaf eitthvað en ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég er ekki einu sinni búinn að hitta leikmennina.“ Olís-deild kvenna Fram Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Stefán og Díana Guðjónsdóttir munu saman stýra ungu og spennandi liði Hauka sem undir stjórn Díönu komst í undanúrslit Olís-deildarinnar í vor og tapaði þar í æsispennandi oddaleik gegn ÍBV. Stefán er sigursælasti handboltaþjálfari efstu deildar kvenna á þessari öld og hefur meðal annars unnið sjö Íslandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla, með Fram og Val. Hann hætti að eigin ósk hjá Fram í vor eftir níu tímabil með liðinu og segir það hafa verið erfiða ákvörðun. „Já, mjög svo. Ég er búinn að vera þarna í níu ár, að vísu tvö Covid-ár, og búinn að kynnast leikmönnum vel. Þetta eru frábærir leikmenn og frábærar manneskjur, svo það var mjög erfitt að kveðja. En öllu góðu lýkur einhvern tímann. Ég ákvað í janúar að segja að þetta væri gott, og ég er sáttur við þá ákvörðun,“ segir Stefán í samtali við nafna sinn, Stefán Árna Pálsson, í Sportpakkanum. „Gaman að sjá hvort hún taki næsta skref“ Stefán samdi eins og fyrr segir til þriggja ára við Hauka. „Þetta er spennandi lið og flottur klúbbur. Þeir eru búnir að standa mjög faglega að þessu og ég hlakka bara til að vera þarna næsta vetur,“ segir Stefán sem er spurður sérstaklega út í Elínu Klöru Þorkelsdóttur, besta og efnilegasta leikmann síðustu leiktíðar í Olís-deildinni. „Það eru náttúrulega sex leikmenn þarna í U19-landsliðinu. Svo eru eldri og reyndari leikmenn þarna líka. Hún [Elín Klara] er búin að standa sig frábærlega og það verður gaman að sjá hvort hún taki næsta skref, á næsta ári,“ segir Stefán. En ætlar hann að breyta einhverju í Haukaliðinu? „Það er alltaf eitthvað en ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég er ekki einu sinni búinn að hitta leikmennina.“
Olís-deild kvenna Fram Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira