Aukið afhendingaröryggi og ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar Anna Sigga Lúðvíksdóttir skrifar 12. júní 2023 13:30 Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun