Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2023 12:00 Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir tekur slaginn með Selfyssingum í Grill66-deildinni næsta vetur. Vísir/Daníel Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira