Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 11:00 Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir hafa samið við Selfoss. selfoss Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Sjá meira
Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Sjá meira