Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 11:00 Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir hafa samið við Selfoss. selfoss Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira