Til bjargar hitaveitum landsins Sveinn Áki Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:01 Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki. Veitan er sjálfbær en eftirspurn er mikil og ágeng. Ég hef áhyggjur af þessu. Eftir að hafa unnið við orkumál bygginga í 40 ár fór ég að hugsa hvað væri hægt að gera. Ég fann það sem Samorka og hitaveitufólk er að boða: hita húsin með gólfhita til að spara orku minnka pottaferðir fara í sturtu í stað þess að fara í bað hætta að hita gangstéttar á sumrin menn kvarta undan að bætt einangrun húsa hafi ekki skilað neinu tæknivæðing hafi ekki dregið úr notkun fleiri fermetrar á bakvið hvern íbúa Ég held að það liggi ekki mikil rannsóknarvinna til grundvallar þessum tillögum frá Samorku. Eru hús með baðkari eða pottum með hærra rennsli. Hverjir eru að hita gangstéttar á sumrin? Breytingar á einangrun húsa hefur ekki verið að neinu marki síðan 1984 og eru þær löngu komnar fram. Eina breyting sem gerð hefur verið á kerfum er lækkun á heita neysluvatnsins í nýbyggingum með því að setja upp varmaskipti. Það var árið 2007. Tæknivæðing liggur mest í stjórnun gólfhita. Áður en við byrjum að breyta hönnun og atferli fólksins sem er alltaf erfitt þá skulum við líta til baka. Áður en hitakerfi er afhent EIGANDA til reksturs þarf að ljúka verkinu með jafnvægisstillingu. Ef þessum verkþætti er sleppt þá vinnur kerfið ekki með hámars nýtni, ofnlokar eru ekki að vinna á besta vinnslusviði. Suð í ofnum og bakrás skilar frekar heitu vatni til baka. Kerfið notar >15% meiri orku (vatn). Þarna er komið verkfæri til að auka afköst dreifikerfis hitaveitu. Ég get fullyrt það að í öll þessi ár sem ég starfaði við lagnahönnun þá get ég talið á fingrum annarrar handar þá pípulagnameistara sem kunnu og gengi í það að jafnvægisstilla hitakerfi. Í Evrópu er sama vandamál að koma upp (markaðs brestur). 80% hitakerfa í Þýskalandi hafa ekki verið jafnvægisstillt. Hugsum okkur að við jafnvægistillum hitakerfi í opinberri stofnun sem er t.d. 10.000m2. Það gefur 3.300 m3 í aðra hönd fyrir ríkið og kannski minnkum við rennslistopp um 0,3l/s sem er 50kW eða 4-5 einbýlishús. Ef við jafnvægisstillum 5-6 einbýli þá gefum við pláss fyrir eitt einbýlishús. Það verður spennandi að sjá hvernig landið liggur þegar Veitur hafa tengt alla snjallmæla við eftirlitshugbúnað. Þá geta Veitur séð hvar hitakerfi hafa slaka nýtingu og látið húseiganda vita og boðið honum 5% afslátt af næstu 6 reikningum ef hann fær fagmann til að JAFNVÆGISSTILLA HITAKERFIÐ. Prófið að skrúfa hitanemann á ofnlokunum (Danfoss ofnlokum) af. Ef ofninn sjóðhitnar alveg niður, þá hefur píparinn ekki klárað verkið og þú er að borga of háan hitareikning. Byrjum á réttum enda – spyrjum píparann um stilliskýrslu fyrir jafnvægisstillingu! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki. Veitan er sjálfbær en eftirspurn er mikil og ágeng. Ég hef áhyggjur af þessu. Eftir að hafa unnið við orkumál bygginga í 40 ár fór ég að hugsa hvað væri hægt að gera. Ég fann það sem Samorka og hitaveitufólk er að boða: hita húsin með gólfhita til að spara orku minnka pottaferðir fara í sturtu í stað þess að fara í bað hætta að hita gangstéttar á sumrin menn kvarta undan að bætt einangrun húsa hafi ekki skilað neinu tæknivæðing hafi ekki dregið úr notkun fleiri fermetrar á bakvið hvern íbúa Ég held að það liggi ekki mikil rannsóknarvinna til grundvallar þessum tillögum frá Samorku. Eru hús með baðkari eða pottum með hærra rennsli. Hverjir eru að hita gangstéttar á sumrin? Breytingar á einangrun húsa hefur ekki verið að neinu marki síðan 1984 og eru þær löngu komnar fram. Eina breyting sem gerð hefur verið á kerfum er lækkun á heita neysluvatnsins í nýbyggingum með því að setja upp varmaskipti. Það var árið 2007. Tæknivæðing liggur mest í stjórnun gólfhita. Áður en við byrjum að breyta hönnun og atferli fólksins sem er alltaf erfitt þá skulum við líta til baka. Áður en hitakerfi er afhent EIGANDA til reksturs þarf að ljúka verkinu með jafnvægisstillingu. Ef þessum verkþætti er sleppt þá vinnur kerfið ekki með hámars nýtni, ofnlokar eru ekki að vinna á besta vinnslusviði. Suð í ofnum og bakrás skilar frekar heitu vatni til baka. Kerfið notar >15% meiri orku (vatn). Þarna er komið verkfæri til að auka afköst dreifikerfis hitaveitu. Ég get fullyrt það að í öll þessi ár sem ég starfaði við lagnahönnun þá get ég talið á fingrum annarrar handar þá pípulagnameistara sem kunnu og gengi í það að jafnvægisstilla hitakerfi. Í Evrópu er sama vandamál að koma upp (markaðs brestur). 80% hitakerfa í Þýskalandi hafa ekki verið jafnvægisstillt. Hugsum okkur að við jafnvægistillum hitakerfi í opinberri stofnun sem er t.d. 10.000m2. Það gefur 3.300 m3 í aðra hönd fyrir ríkið og kannski minnkum við rennslistopp um 0,3l/s sem er 50kW eða 4-5 einbýlishús. Ef við jafnvægisstillum 5-6 einbýli þá gefum við pláss fyrir eitt einbýlishús. Það verður spennandi að sjá hvernig landið liggur þegar Veitur hafa tengt alla snjallmæla við eftirlitshugbúnað. Þá geta Veitur séð hvar hitakerfi hafa slaka nýtingu og látið húseiganda vita og boðið honum 5% afslátt af næstu 6 reikningum ef hann fær fagmann til að JAFNVÆGISSTILLA HITAKERFIÐ. Prófið að skrúfa hitanemann á ofnlokunum (Danfoss ofnlokum) af. Ef ofninn sjóðhitnar alveg niður, þá hefur píparinn ekki klárað verkið og þú er að borga of háan hitareikning. Byrjum á réttum enda – spyrjum píparann um stilliskýrslu fyrir jafnvægisstillingu! Höfundur er véltæknifræðingur.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar