Hvað kostar að sökkva framtíðinni? Margrét Erlendsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:30 Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00. Ákvörðun sveitarstjórnar mun fáum koma á óvart, þrátt fyrir óteljandi ástæður og rök sem mæla gegn henni. Og hvers vegna ekki? Svarið er óþægilega einfalt. Þessi ákvörðun var í raun tekin fyrir mörgum árum. Öllu heldur, þessa niðurstöðu keypti Landsvirkjun af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2008 með formlegu samkomulagi sem heitir: Rammasamkomulag milli sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning, byggingu og rekstur Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjunar. Svo lítið fyrir svo mikið! Rammasamkomulagið fjallar um tilgreind atriði í nokkrum liðum sem Landsvirkjun muni leggja af mörkum ,,til að styðja við byggð og atvinnulíf svæðisins“. Lítil mál í stóra samhenginu en greinilega lokkandi fyrir lítið sveitarfélag. Þetta eru t.d. endurbætur á nettengingu, bundið slitlag á vegarspotta, aðkoma Landsvirkjunar að skipulagsmálum í Þjórsárdal og óskilgreind þátttaka Landsvirkjunar í brúargerð. Að ógleymdu ákvæði um leigu á hluta félagsheimilisins Árness til 10 ára undir upplýsingamiðstöð um sögu og uppbyggingu virkjana Landsvirkjunar á svæðinu m.m. Það sem var kannski stærst fyrir sveitarfélagið var vilyrði Landsvirkjunar fyrir því að byggja upp starfsmannahúsnæði sitt í þéttbýliskjarnanum Árnesi og beita sér fyrir því að verktakar myndu byggja hluta vinnubúða sinna í sveitarfélaginu. Nýlega áttaði sveitarstjórn sig á því að rammasamkomulagið við Landsvirkjun lægi að hluta óbætt hjá garði. Nú þurfti að hafa hraðar hendur enda ótækt fyrir sveitarstjórn að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi í ágreiningi um efndir samkomulagsins. Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hraðaði sér því á enn einn fund sinn með Landsvirkjun og undirritaði samkomulag um lokauppgjör 2. júní sl. Samkvæmt því fær sveitarfélagið greiddar tæpar 69 milljónir króna innan 14 daga frá undirritun og telst málið þá úr sögunni. Uppbyggingin í Árnesi er líka úr sögunni og óbætt með öllu því ,,forsendur hafa breyst“. Í nýgerðu samkomulagi um lokauppgjörið er svo dúsa þar sem segir að Landsvirkjun ,,útilokar hins vegar ekki að í framtíðinni geti sú staða komið upp á ný að Árnes geti orðið ákjósanlegur staður sem miðlæg starfsstöð vegna framkvæmda og rekstur[s] virkjana á vegum Landsvirkjunar“. Leyfi byggt á úreltu umhverfismati Skylt er að meta umhverfisáhrif stórframkvæmda. Umhverfismatið fyrir áformaða Hvammsvirkun er tuttugu ára gamalt og fjallar að hluta til um aðra framkvæmd. Lítilsháttar endurskoðun var gerð á ákveðnum þáttum matsins 2016-2018. Á grundvelli þess kom m.a. fram álit Skipulagsstofnunar um verulega neikvæð áhrif virkjunarinnar á landslag þar sem umfangsmiklu svæði verður raskað, að mjög margir verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna breytinga á ásýnd og yfirbragði, og að áhrif virkjunarinnar verði varanleg og óafturkræf. Ef ráðist yrði í lögbundið mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í dag, er öruggt að öðru vísi yrði staðið að málum en fyrir 20 árum, enda hafa forsendur breyst. Telja má líklegt að niðurstaðan yrði önnur og í þágu samfélags og náttúru. Þá væru þeir sem ráða tilneyddir að horfast í augu við þá staðreynd að framkvæmdin stefnir stærsta laxastofni landsins í voða, ógnar laxastofnum annars staðar á landinu og líklega Atlantshafslaxi utan Íslands sömuleiðis. Þeir þyrftu líka að gangast við því að samfélagsleg áhrif þessara framkvæmda sem vanrækt hefur verið að meta, eru alvarleg og verða ekki bætt. Dómur sögunnar Áformin um Hvammsvirkjun hafa legið á íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps eins og mara í meira en 20 ár. Þetta hefur staðið uppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, klofið samfélagið, spillt vináttu- og fjölskylduböndum og valdið margvíslegu og langvarandi hugarangri. Sveitarstjórnarpólitíkin hefur árum saman litast af átökum um þessi mál sem hefur síður en svo verið farsælt eða uppbyggilegt fyrir sveitarfélagið sem samfélag. Sveitarfélögin hafa skipulagsvald. Þau þurfa ekki og þau mega ekki láta draga sig inn í atburðarás eins og hér hefur verið lýst og láta svo eins og varnarlaust handbendi. Þau þurfa ekki að láta svona yfir sig ganga ef þau vilja það ekki. En sveitarstjórnum er kannski vorkunn þegar sótt er að þeim árum og áratugum saman um að hleypa í gegn framkvæmdum eins og í þessu máli. Lítil sveitarfélög með sína litlu sveitarsjóði og almennt lítið bolmagn í svo mörgum skilningi, eru viðkvæm fyrir ásókn og ásælni stórvelda eins og Landsvirkjun er í þessu samhengi. Þá skapast hættan á því að gengið sé til samninga eins og hér hefur verið lýst sem bindur hug og hendur sveitarstjórnarmanna. Það er sorglegt og með ólíkindum ef raunin er sú að svona gjörningar teljast löglegir og í samræmi við eðlilega og góða stjórnsýslu. Því miður er þetta bara eitt dæmi af mörgum. Allir þeir sem hafa staðið að því að gera Hvammsvirkjun að veruleika hafa komið sér undan því að horfast í augu við staðreyndir og stöðugt nýjar upplýsingar um alvarleg, víðtæk og óafturkræf áhrif þessarar framkvæmdar. Sagan á eftir að dæma þessa framkvæmd ef af henni verður. Þeir eru ekki öfundsverðir sem þá þurfa að horfast í augu við orðinn hlut. Þessi framkvæmd og áhrif hennar á náttúru og samfélag verða ekki aftur tekin. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00. Ákvörðun sveitarstjórnar mun fáum koma á óvart, þrátt fyrir óteljandi ástæður og rök sem mæla gegn henni. Og hvers vegna ekki? Svarið er óþægilega einfalt. Þessi ákvörðun var í raun tekin fyrir mörgum árum. Öllu heldur, þessa niðurstöðu keypti Landsvirkjun af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2008 með formlegu samkomulagi sem heitir: Rammasamkomulag milli sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning, byggingu og rekstur Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjunar. Svo lítið fyrir svo mikið! Rammasamkomulagið fjallar um tilgreind atriði í nokkrum liðum sem Landsvirkjun muni leggja af mörkum ,,til að styðja við byggð og atvinnulíf svæðisins“. Lítil mál í stóra samhenginu en greinilega lokkandi fyrir lítið sveitarfélag. Þetta eru t.d. endurbætur á nettengingu, bundið slitlag á vegarspotta, aðkoma Landsvirkjunar að skipulagsmálum í Þjórsárdal og óskilgreind þátttaka Landsvirkjunar í brúargerð. Að ógleymdu ákvæði um leigu á hluta félagsheimilisins Árness til 10 ára undir upplýsingamiðstöð um sögu og uppbyggingu virkjana Landsvirkjunar á svæðinu m.m. Það sem var kannski stærst fyrir sveitarfélagið var vilyrði Landsvirkjunar fyrir því að byggja upp starfsmannahúsnæði sitt í þéttbýliskjarnanum Árnesi og beita sér fyrir því að verktakar myndu byggja hluta vinnubúða sinna í sveitarfélaginu. Nýlega áttaði sveitarstjórn sig á því að rammasamkomulagið við Landsvirkjun lægi að hluta óbætt hjá garði. Nú þurfti að hafa hraðar hendur enda ótækt fyrir sveitarstjórn að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi í ágreiningi um efndir samkomulagsins. Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hraðaði sér því á enn einn fund sinn með Landsvirkjun og undirritaði samkomulag um lokauppgjör 2. júní sl. Samkvæmt því fær sveitarfélagið greiddar tæpar 69 milljónir króna innan 14 daga frá undirritun og telst málið þá úr sögunni. Uppbyggingin í Árnesi er líka úr sögunni og óbætt með öllu því ,,forsendur hafa breyst“. Í nýgerðu samkomulagi um lokauppgjörið er svo dúsa þar sem segir að Landsvirkjun ,,útilokar hins vegar ekki að í framtíðinni geti sú staða komið upp á ný að Árnes geti orðið ákjósanlegur staður sem miðlæg starfsstöð vegna framkvæmda og rekstur[s] virkjana á vegum Landsvirkjunar“. Leyfi byggt á úreltu umhverfismati Skylt er að meta umhverfisáhrif stórframkvæmda. Umhverfismatið fyrir áformaða Hvammsvirkun er tuttugu ára gamalt og fjallar að hluta til um aðra framkvæmd. Lítilsháttar endurskoðun var gerð á ákveðnum þáttum matsins 2016-2018. Á grundvelli þess kom m.a. fram álit Skipulagsstofnunar um verulega neikvæð áhrif virkjunarinnar á landslag þar sem umfangsmiklu svæði verður raskað, að mjög margir verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna breytinga á ásýnd og yfirbragði, og að áhrif virkjunarinnar verði varanleg og óafturkræf. Ef ráðist yrði í lögbundið mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í dag, er öruggt að öðru vísi yrði staðið að málum en fyrir 20 árum, enda hafa forsendur breyst. Telja má líklegt að niðurstaðan yrði önnur og í þágu samfélags og náttúru. Þá væru þeir sem ráða tilneyddir að horfast í augu við þá staðreynd að framkvæmdin stefnir stærsta laxastofni landsins í voða, ógnar laxastofnum annars staðar á landinu og líklega Atlantshafslaxi utan Íslands sömuleiðis. Þeir þyrftu líka að gangast við því að samfélagsleg áhrif þessara framkvæmda sem vanrækt hefur verið að meta, eru alvarleg og verða ekki bætt. Dómur sögunnar Áformin um Hvammsvirkjun hafa legið á íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps eins og mara í meira en 20 ár. Þetta hefur staðið uppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, klofið samfélagið, spillt vináttu- og fjölskylduböndum og valdið margvíslegu og langvarandi hugarangri. Sveitarstjórnarpólitíkin hefur árum saman litast af átökum um þessi mál sem hefur síður en svo verið farsælt eða uppbyggilegt fyrir sveitarfélagið sem samfélag. Sveitarfélögin hafa skipulagsvald. Þau þurfa ekki og þau mega ekki láta draga sig inn í atburðarás eins og hér hefur verið lýst og láta svo eins og varnarlaust handbendi. Þau þurfa ekki að láta svona yfir sig ganga ef þau vilja það ekki. En sveitarstjórnum er kannski vorkunn þegar sótt er að þeim árum og áratugum saman um að hleypa í gegn framkvæmdum eins og í þessu máli. Lítil sveitarfélög með sína litlu sveitarsjóði og almennt lítið bolmagn í svo mörgum skilningi, eru viðkvæm fyrir ásókn og ásælni stórvelda eins og Landsvirkjun er í þessu samhengi. Þá skapast hættan á því að gengið sé til samninga eins og hér hefur verið lýst sem bindur hug og hendur sveitarstjórnarmanna. Það er sorglegt og með ólíkindum ef raunin er sú að svona gjörningar teljast löglegir og í samræmi við eðlilega og góða stjórnsýslu. Því miður er þetta bara eitt dæmi af mörgum. Allir þeir sem hafa staðið að því að gera Hvammsvirkjun að veruleika hafa komið sér undan því að horfast í augu við staðreyndir og stöðugt nýjar upplýsingar um alvarleg, víðtæk og óafturkræf áhrif þessarar framkvæmdar. Sagan á eftir að dæma þessa framkvæmd ef af henni verður. Þeir eru ekki öfundsverðir sem þá þurfa að horfast í augu við orðinn hlut. Þessi framkvæmd og áhrif hennar á náttúru og samfélag verða ekki aftur tekin. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun