Handbolti

Bjarki Már varð ungverskur meistari í handbolta

Jón Már Ferro skrifar
Bjarki Már Elísson er orðinn ungverskur meistari í handbolta.
Bjarki Már Elísson er orðinn ungverskur meistari í handbolta. Veszprém

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði sex mörk þegar Veszprem varð ungverskur meistari í handbolta í kvöld. 

Þetta er í 27. sinn sem Veszprem verður ungverskur meistari. Liðið lagði Szeged af velli 31-27.

Ekki nóg með að vinna deildina í 27. skipti þá er þetta í 29. skipti sem liðið kemst í Meistaradeild Evrópu. Það er því óhætt að segja að Veszprem sé stórveldi í ungverskum handbolta. 

Bjarki skoraði 124 mörk í 28 leikjum í deildinni en 157 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.