Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2023 07:00 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný? Um þetta og fleira er fjallað í Peningamálum, riti Seðlabankans, sem kom út samhliða ákvörðun peningastefnunefndar en lítið hefur verið fjallað um. Í ritinu er m.a. farið yfir áhrif ríkisfjármálanna á þjóðarbúskapinn sem og peningastefnuna. Seðlabankinn er skýr í afstöðu sinni til ríkisfjármálanna en í ritinu ber fyrsti kafli rammagreinar 1 einfaldlega yfirskriftina: Afkoma ríkissjóðs hefur batnað hægar en ætla má út frá krafti efnahagsumsvifa. Þar segir að hinu opinbera hafi ekki enn tekist að rifa seglin eftir mikinn viðskiptahalla sem orsakaðist af ríkisstuðningi í Covid, eins og sjá má á eftirfarandi mynd: Seðlabankinn fer ekki með fleipur en við núverandi aðstæður þar sem mikil þensla ríkir á sama tíma og verðbólga er langt yfir markmiði væri eðlilegt að aðhald ríkisfjármálanna væri talsvert meira en raun ber vitni. Í stað þess að verja óvæntum tekjuauka ríkisins, sem á rætur sínar að rekja til aukinnar verðbólgu, í niðurgreiðslu skulda svo kveða megi niður hinn íþyngjandi og sívaxandi vaxtakostnað ríkissjóðs vinnur ríkisstjórnin beinlínis gegn markmiðum peningastefnunnar með gegndarlausri útgjaldaaukningu. Frumvarp til fjárlaga og afgreiðsla þess gefur skýra mynd af aðhaldsleysinu sem hefur ríkt og því takmarkaða jafnvægi sem er til staðar í rekstri ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs í ár hafa vaxið um 117 ma. kr. á milli frumvarps til fjárlaga og fjármálaáætlunar. Samfara þessari tekjuaukningu hafa útgjöldin aukist um 82 milljarða króna í meðförum þingsins. Hér býður ríkisstjórnin hættunni heim, en að verja slíkum óvæntum og skammvinnum tekjuauka í varanlega útgjaldaukningu er á skjön við grunngildi laga um opinber fjármál er snúa að varfærni. Þar er lögð áhersla á að komast hjá ákvörðunum eða aðstæðum sem geta haft ófyrirséðar eða neikvæðar afleiðingar. Sumsé, ekki raska jafnvægi á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Aukið aðhald ríkisfjármálanna hefði aftur á móti í för með sér margvísleg jákvæð áhrif. Seðlabankinn fjallar um það í áðurnefndum Peningamálum undir yfirskriftinni: Hraðari aukning aðhalds myndi styðja við peningastefnuna. Í kaflanum er að finna sýnidæmi um möguleg áhrif hraðari aukningar á aðhaldi ríkisfjármála á þjóðarbúskapinn. Þar er gert ráð fyrir að aðhald ríkissjóðs skili um 60 ma.kr. meiri bata í ár og um 45 ma.kr. meiri bata á því næsta en grunnspá bankans gerir ráð fyrir. Rétt er að vekja athygli á því að aðhaldið er minna en sem nemur óvæntum tekjuauka þessa árs. Aðahaldsaðgerðirnar, sem eru til jafns á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs, hefðu í för með sér hægari vöxt einkaneyslu en myndu um leið ryðja inn fjárfestingu einkaaðila samfara lægri vöxtum. Viðskiptahallinn myndi dragast saman og hagvöxtur sömuleiðis. Hægari vöxtur efnahagsumsvifa myndi létta á innlendum verðbólguþrýstingi og því yrði verðbólgan líklega um hálfri prósentu minni en grunnspáin gerir annars ráð fyrir árið 2025. Það yrði til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu um hálfri prósentu lægri í ár og um 1 prósentu lægri á næsta ári og því þarnæsta. Það fer því ekki leynt hve geigvænleg áhrif ríkisjármálin hafa á vaxtastig og þar með kjör heimila og fyrirtækja í landinu. Að lokum er rétt að nefna að aðhaldsaðgerðir á útgjaldahlið hafa jafnan meiri áhrif en aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármála. Aðhaldsaðgerðir á tekjuhlið hafa óbein áhrif í gegnum ráðstöfunartekjur landsmanna og útgjaldaákvarðanir þeirra á sama tíma og aðhald útgjalda hefur bein áhrif á hagvöxt í gegnum eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu. Þá er jafnframt óvíst að aðgerðir á tekjuhlið, sem í daglegu tali kallast skattahækkanir, skili raunverulegum ábata þegar allt kemur til alls, en þær aðgerðir hafa áhrif á efnahagslega hvata og geta því stuðlað að breyttri hegðun. Auk þess hefur tekjuhlið ríkisfjármálanna ekki verið vandamál í rekstri hins opinbera og því vekur það mikla undrun að þær aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun snúi í frekari mæli að aukinni tekjuöflun en ekki að sjálfri útgjaldahliðinni. Það var ákveðin tilhlökkun og eftirvænting í loftinu þegar að ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að vinna gegn verðbólgunni í vikunni. Þar bárust fréttir af því að afkoma ríkissjóðs yrði bætt með til að mynda frestun á framkvæmdum og minni launahækkunum þingmanna og æðstu embættismanna en viðmið laga gera ráð fyrir. Það voru þó töluverð vonbrigði að nær allar aðgerðirnar miða við tímabilið 2024 til 2028 en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax á þessu ári. Það er auk þess ekkert nýtt undir sólinni í þetta skiptið en aðhald útfært í fjárlögum 2024 bætir afkomu ríkissjóðs um 9 ma. kr. á sama tíma og tekjuráðstafanir fyrir fjárlög næsta árs nema 18,4 ma.kr. Nærtækara væri að ráðast í frekari tiltekt á útgjaldahliðinni líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn benda á. Þannig má ná verðbólgunni niður með bæði hraðari og skilvirkari hætti sem að lokum stuðlar að lægra vaxtastigi en ella. Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi hagstjórnar og kallar á samstillt átak allra, ekki bara ríkisstjórnarinnar, en dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að leggja sitt af mörkum verður varla augljósara. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný? Um þetta og fleira er fjallað í Peningamálum, riti Seðlabankans, sem kom út samhliða ákvörðun peningastefnunefndar en lítið hefur verið fjallað um. Í ritinu er m.a. farið yfir áhrif ríkisfjármálanna á þjóðarbúskapinn sem og peningastefnuna. Seðlabankinn er skýr í afstöðu sinni til ríkisfjármálanna en í ritinu ber fyrsti kafli rammagreinar 1 einfaldlega yfirskriftina: Afkoma ríkissjóðs hefur batnað hægar en ætla má út frá krafti efnahagsumsvifa. Þar segir að hinu opinbera hafi ekki enn tekist að rifa seglin eftir mikinn viðskiptahalla sem orsakaðist af ríkisstuðningi í Covid, eins og sjá má á eftirfarandi mynd: Seðlabankinn fer ekki með fleipur en við núverandi aðstæður þar sem mikil þensla ríkir á sama tíma og verðbólga er langt yfir markmiði væri eðlilegt að aðhald ríkisfjármálanna væri talsvert meira en raun ber vitni. Í stað þess að verja óvæntum tekjuauka ríkisins, sem á rætur sínar að rekja til aukinnar verðbólgu, í niðurgreiðslu skulda svo kveða megi niður hinn íþyngjandi og sívaxandi vaxtakostnað ríkissjóðs vinnur ríkisstjórnin beinlínis gegn markmiðum peningastefnunnar með gegndarlausri útgjaldaaukningu. Frumvarp til fjárlaga og afgreiðsla þess gefur skýra mynd af aðhaldsleysinu sem hefur ríkt og því takmarkaða jafnvægi sem er til staðar í rekstri ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs í ár hafa vaxið um 117 ma. kr. á milli frumvarps til fjárlaga og fjármálaáætlunar. Samfara þessari tekjuaukningu hafa útgjöldin aukist um 82 milljarða króna í meðförum þingsins. Hér býður ríkisstjórnin hættunni heim, en að verja slíkum óvæntum og skammvinnum tekjuauka í varanlega útgjaldaukningu er á skjön við grunngildi laga um opinber fjármál er snúa að varfærni. Þar er lögð áhersla á að komast hjá ákvörðunum eða aðstæðum sem geta haft ófyrirséðar eða neikvæðar afleiðingar. Sumsé, ekki raska jafnvægi á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Aukið aðhald ríkisfjármálanna hefði aftur á móti í för með sér margvísleg jákvæð áhrif. Seðlabankinn fjallar um það í áðurnefndum Peningamálum undir yfirskriftinni: Hraðari aukning aðhalds myndi styðja við peningastefnuna. Í kaflanum er að finna sýnidæmi um möguleg áhrif hraðari aukningar á aðhaldi ríkisfjármála á þjóðarbúskapinn. Þar er gert ráð fyrir að aðhald ríkissjóðs skili um 60 ma.kr. meiri bata í ár og um 45 ma.kr. meiri bata á því næsta en grunnspá bankans gerir ráð fyrir. Rétt er að vekja athygli á því að aðhaldið er minna en sem nemur óvæntum tekjuauka þessa árs. Aðahaldsaðgerðirnar, sem eru til jafns á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs, hefðu í för með sér hægari vöxt einkaneyslu en myndu um leið ryðja inn fjárfestingu einkaaðila samfara lægri vöxtum. Viðskiptahallinn myndi dragast saman og hagvöxtur sömuleiðis. Hægari vöxtur efnahagsumsvifa myndi létta á innlendum verðbólguþrýstingi og því yrði verðbólgan líklega um hálfri prósentu minni en grunnspáin gerir annars ráð fyrir árið 2025. Það yrði til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu um hálfri prósentu lægri í ár og um 1 prósentu lægri á næsta ári og því þarnæsta. Það fer því ekki leynt hve geigvænleg áhrif ríkisjármálin hafa á vaxtastig og þar með kjör heimila og fyrirtækja í landinu. Að lokum er rétt að nefna að aðhaldsaðgerðir á útgjaldahlið hafa jafnan meiri áhrif en aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármála. Aðhaldsaðgerðir á tekjuhlið hafa óbein áhrif í gegnum ráðstöfunartekjur landsmanna og útgjaldaákvarðanir þeirra á sama tíma og aðhald útgjalda hefur bein áhrif á hagvöxt í gegnum eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu. Þá er jafnframt óvíst að aðgerðir á tekjuhlið, sem í daglegu tali kallast skattahækkanir, skili raunverulegum ábata þegar allt kemur til alls, en þær aðgerðir hafa áhrif á efnahagslega hvata og geta því stuðlað að breyttri hegðun. Auk þess hefur tekjuhlið ríkisfjármálanna ekki verið vandamál í rekstri hins opinbera og því vekur það mikla undrun að þær aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun snúi í frekari mæli að aukinni tekjuöflun en ekki að sjálfri útgjaldahliðinni. Það var ákveðin tilhlökkun og eftirvænting í loftinu þegar að ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að vinna gegn verðbólgunni í vikunni. Þar bárust fréttir af því að afkoma ríkissjóðs yrði bætt með til að mynda frestun á framkvæmdum og minni launahækkunum þingmanna og æðstu embættismanna en viðmið laga gera ráð fyrir. Það voru þó töluverð vonbrigði að nær allar aðgerðirnar miða við tímabilið 2024 til 2028 en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax á þessu ári. Það er auk þess ekkert nýtt undir sólinni í þetta skiptið en aðhald útfært í fjárlögum 2024 bætir afkomu ríkissjóðs um 9 ma. kr. á sama tíma og tekjuráðstafanir fyrir fjárlög næsta árs nema 18,4 ma.kr. Nærtækara væri að ráðast í frekari tiltekt á útgjaldahliðinni líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn benda á. Þannig má ná verðbólgunni niður með bæði hraðari og skilvirkari hætti sem að lokum stuðlar að lægra vaxtastigi en ella. Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi hagstjórnar og kallar á samstillt átak allra, ekki bara ríkisstjórnarinnar, en dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að leggja sitt af mörkum verður varla augljósara. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun