Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2023 07:00 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný? Um þetta og fleira er fjallað í Peningamálum, riti Seðlabankans, sem kom út samhliða ákvörðun peningastefnunefndar en lítið hefur verið fjallað um. Í ritinu er m.a. farið yfir áhrif ríkisfjármálanna á þjóðarbúskapinn sem og peningastefnuna. Seðlabankinn er skýr í afstöðu sinni til ríkisfjármálanna en í ritinu ber fyrsti kafli rammagreinar 1 einfaldlega yfirskriftina: Afkoma ríkissjóðs hefur batnað hægar en ætla má út frá krafti efnahagsumsvifa. Þar segir að hinu opinbera hafi ekki enn tekist að rifa seglin eftir mikinn viðskiptahalla sem orsakaðist af ríkisstuðningi í Covid, eins og sjá má á eftirfarandi mynd: Seðlabankinn fer ekki með fleipur en við núverandi aðstæður þar sem mikil þensla ríkir á sama tíma og verðbólga er langt yfir markmiði væri eðlilegt að aðhald ríkisfjármálanna væri talsvert meira en raun ber vitni. Í stað þess að verja óvæntum tekjuauka ríkisins, sem á rætur sínar að rekja til aukinnar verðbólgu, í niðurgreiðslu skulda svo kveða megi niður hinn íþyngjandi og sívaxandi vaxtakostnað ríkissjóðs vinnur ríkisstjórnin beinlínis gegn markmiðum peningastefnunnar með gegndarlausri útgjaldaaukningu. Frumvarp til fjárlaga og afgreiðsla þess gefur skýra mynd af aðhaldsleysinu sem hefur ríkt og því takmarkaða jafnvægi sem er til staðar í rekstri ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs í ár hafa vaxið um 117 ma. kr. á milli frumvarps til fjárlaga og fjármálaáætlunar. Samfara þessari tekjuaukningu hafa útgjöldin aukist um 82 milljarða króna í meðförum þingsins. Hér býður ríkisstjórnin hættunni heim, en að verja slíkum óvæntum og skammvinnum tekjuauka í varanlega útgjaldaukningu er á skjön við grunngildi laga um opinber fjármál er snúa að varfærni. Þar er lögð áhersla á að komast hjá ákvörðunum eða aðstæðum sem geta haft ófyrirséðar eða neikvæðar afleiðingar. Sumsé, ekki raska jafnvægi á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Aukið aðhald ríkisfjármálanna hefði aftur á móti í för með sér margvísleg jákvæð áhrif. Seðlabankinn fjallar um það í áðurnefndum Peningamálum undir yfirskriftinni: Hraðari aukning aðhalds myndi styðja við peningastefnuna. Í kaflanum er að finna sýnidæmi um möguleg áhrif hraðari aukningar á aðhaldi ríkisfjármála á þjóðarbúskapinn. Þar er gert ráð fyrir að aðhald ríkissjóðs skili um 60 ma.kr. meiri bata í ár og um 45 ma.kr. meiri bata á því næsta en grunnspá bankans gerir ráð fyrir. Rétt er að vekja athygli á því að aðhaldið er minna en sem nemur óvæntum tekjuauka þessa árs. Aðahaldsaðgerðirnar, sem eru til jafns á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs, hefðu í för með sér hægari vöxt einkaneyslu en myndu um leið ryðja inn fjárfestingu einkaaðila samfara lægri vöxtum. Viðskiptahallinn myndi dragast saman og hagvöxtur sömuleiðis. Hægari vöxtur efnahagsumsvifa myndi létta á innlendum verðbólguþrýstingi og því yrði verðbólgan líklega um hálfri prósentu minni en grunnspáin gerir annars ráð fyrir árið 2025. Það yrði til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu um hálfri prósentu lægri í ár og um 1 prósentu lægri á næsta ári og því þarnæsta. Það fer því ekki leynt hve geigvænleg áhrif ríkisjármálin hafa á vaxtastig og þar með kjör heimila og fyrirtækja í landinu. Að lokum er rétt að nefna að aðhaldsaðgerðir á útgjaldahlið hafa jafnan meiri áhrif en aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármála. Aðhaldsaðgerðir á tekjuhlið hafa óbein áhrif í gegnum ráðstöfunartekjur landsmanna og útgjaldaákvarðanir þeirra á sama tíma og aðhald útgjalda hefur bein áhrif á hagvöxt í gegnum eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu. Þá er jafnframt óvíst að aðgerðir á tekjuhlið, sem í daglegu tali kallast skattahækkanir, skili raunverulegum ábata þegar allt kemur til alls, en þær aðgerðir hafa áhrif á efnahagslega hvata og geta því stuðlað að breyttri hegðun. Auk þess hefur tekjuhlið ríkisfjármálanna ekki verið vandamál í rekstri hins opinbera og því vekur það mikla undrun að þær aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun snúi í frekari mæli að aukinni tekjuöflun en ekki að sjálfri útgjaldahliðinni. Það var ákveðin tilhlökkun og eftirvænting í loftinu þegar að ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að vinna gegn verðbólgunni í vikunni. Þar bárust fréttir af því að afkoma ríkissjóðs yrði bætt með til að mynda frestun á framkvæmdum og minni launahækkunum þingmanna og æðstu embættismanna en viðmið laga gera ráð fyrir. Það voru þó töluverð vonbrigði að nær allar aðgerðirnar miða við tímabilið 2024 til 2028 en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax á þessu ári. Það er auk þess ekkert nýtt undir sólinni í þetta skiptið en aðhald útfært í fjárlögum 2024 bætir afkomu ríkissjóðs um 9 ma. kr. á sama tíma og tekjuráðstafanir fyrir fjárlög næsta árs nema 18,4 ma.kr. Nærtækara væri að ráðast í frekari tiltekt á útgjaldahliðinni líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn benda á. Þannig má ná verðbólgunni niður með bæði hraðari og skilvirkari hætti sem að lokum stuðlar að lægra vaxtastigi en ella. Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi hagstjórnar og kallar á samstillt átak allra, ekki bara ríkisstjórnarinnar, en dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að leggja sitt af mörkum verður varla augljósara. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný? Um þetta og fleira er fjallað í Peningamálum, riti Seðlabankans, sem kom út samhliða ákvörðun peningastefnunefndar en lítið hefur verið fjallað um. Í ritinu er m.a. farið yfir áhrif ríkisfjármálanna á þjóðarbúskapinn sem og peningastefnuna. Seðlabankinn er skýr í afstöðu sinni til ríkisfjármálanna en í ritinu ber fyrsti kafli rammagreinar 1 einfaldlega yfirskriftina: Afkoma ríkissjóðs hefur batnað hægar en ætla má út frá krafti efnahagsumsvifa. Þar segir að hinu opinbera hafi ekki enn tekist að rifa seglin eftir mikinn viðskiptahalla sem orsakaðist af ríkisstuðningi í Covid, eins og sjá má á eftirfarandi mynd: Seðlabankinn fer ekki með fleipur en við núverandi aðstæður þar sem mikil þensla ríkir á sama tíma og verðbólga er langt yfir markmiði væri eðlilegt að aðhald ríkisfjármálanna væri talsvert meira en raun ber vitni. Í stað þess að verja óvæntum tekjuauka ríkisins, sem á rætur sínar að rekja til aukinnar verðbólgu, í niðurgreiðslu skulda svo kveða megi niður hinn íþyngjandi og sívaxandi vaxtakostnað ríkissjóðs vinnur ríkisstjórnin beinlínis gegn markmiðum peningastefnunnar með gegndarlausri útgjaldaaukningu. Frumvarp til fjárlaga og afgreiðsla þess gefur skýra mynd af aðhaldsleysinu sem hefur ríkt og því takmarkaða jafnvægi sem er til staðar í rekstri ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs í ár hafa vaxið um 117 ma. kr. á milli frumvarps til fjárlaga og fjármálaáætlunar. Samfara þessari tekjuaukningu hafa útgjöldin aukist um 82 milljarða króna í meðförum þingsins. Hér býður ríkisstjórnin hættunni heim, en að verja slíkum óvæntum og skammvinnum tekjuauka í varanlega útgjaldaukningu er á skjön við grunngildi laga um opinber fjármál er snúa að varfærni. Þar er lögð áhersla á að komast hjá ákvörðunum eða aðstæðum sem geta haft ófyrirséðar eða neikvæðar afleiðingar. Sumsé, ekki raska jafnvægi á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Aukið aðhald ríkisfjármálanna hefði aftur á móti í för með sér margvísleg jákvæð áhrif. Seðlabankinn fjallar um það í áðurnefndum Peningamálum undir yfirskriftinni: Hraðari aukning aðhalds myndi styðja við peningastefnuna. Í kaflanum er að finna sýnidæmi um möguleg áhrif hraðari aukningar á aðhaldi ríkisfjármála á þjóðarbúskapinn. Þar er gert ráð fyrir að aðhald ríkissjóðs skili um 60 ma.kr. meiri bata í ár og um 45 ma.kr. meiri bata á því næsta en grunnspá bankans gerir ráð fyrir. Rétt er að vekja athygli á því að aðhaldið er minna en sem nemur óvæntum tekjuauka þessa árs. Aðahaldsaðgerðirnar, sem eru til jafns á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs, hefðu í för með sér hægari vöxt einkaneyslu en myndu um leið ryðja inn fjárfestingu einkaaðila samfara lægri vöxtum. Viðskiptahallinn myndi dragast saman og hagvöxtur sömuleiðis. Hægari vöxtur efnahagsumsvifa myndi létta á innlendum verðbólguþrýstingi og því yrði verðbólgan líklega um hálfri prósentu minni en grunnspáin gerir annars ráð fyrir árið 2025. Það yrði til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu um hálfri prósentu lægri í ár og um 1 prósentu lægri á næsta ári og því þarnæsta. Það fer því ekki leynt hve geigvænleg áhrif ríkisjármálin hafa á vaxtastig og þar með kjör heimila og fyrirtækja í landinu. Að lokum er rétt að nefna að aðhaldsaðgerðir á útgjaldahlið hafa jafnan meiri áhrif en aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármála. Aðhaldsaðgerðir á tekjuhlið hafa óbein áhrif í gegnum ráðstöfunartekjur landsmanna og útgjaldaákvarðanir þeirra á sama tíma og aðhald útgjalda hefur bein áhrif á hagvöxt í gegnum eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu. Þá er jafnframt óvíst að aðgerðir á tekjuhlið, sem í daglegu tali kallast skattahækkanir, skili raunverulegum ábata þegar allt kemur til alls, en þær aðgerðir hafa áhrif á efnahagslega hvata og geta því stuðlað að breyttri hegðun. Auk þess hefur tekjuhlið ríkisfjármálanna ekki verið vandamál í rekstri hins opinbera og því vekur það mikla undrun að þær aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun snúi í frekari mæli að aukinni tekjuöflun en ekki að sjálfri útgjaldahliðinni. Það var ákveðin tilhlökkun og eftirvænting í loftinu þegar að ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að vinna gegn verðbólgunni í vikunni. Þar bárust fréttir af því að afkoma ríkissjóðs yrði bætt með til að mynda frestun á framkvæmdum og minni launahækkunum þingmanna og æðstu embættismanna en viðmið laga gera ráð fyrir. Það voru þó töluverð vonbrigði að nær allar aðgerðirnar miða við tímabilið 2024 til 2028 en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax á þessu ári. Það er auk þess ekkert nýtt undir sólinni í þetta skiptið en aðhald útfært í fjárlögum 2024 bætir afkomu ríkissjóðs um 9 ma. kr. á sama tíma og tekjuráðstafanir fyrir fjárlög næsta árs nema 18,4 ma.kr. Nærtækara væri að ráðast í frekari tiltekt á útgjaldahliðinni líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn benda á. Þannig má ná verðbólgunni niður með bæði hraðari og skilvirkari hætti sem að lokum stuðlar að lægra vaxtastigi en ella. Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi hagstjórnar og kallar á samstillt átak allra, ekki bara ríkisstjórnarinnar, en dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að leggja sitt af mörkum verður varla augljósara. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar