Handbolti

Díana Dögg allt í öllu er Zwickau bjargaði sér frá falli

Aron Guðmundsson skrifar
Díana Dögg átti frábæran leik í dag.
Díana Dögg átti frábæran leik í dag. Handball World

Díana Dögg Magnús­dóttir skoraði sex mörk og gaf fimm stoð­sendingar er lið hennar Zwickau gull­tryggði sæti sitt í þýsku úr­vals­deildinni með sigri í tveggja leikja ein­vígi við Göppin­gen.

Í dag fór fram seinni leikurinn í ein­vígi liðanna en Zwickau hafði unnið fyrri leikinn með þriggja marka mun, 26-23.

Leik­menn Göppin­gen höfðu því verk að vinna í leik dagsins en Díana Dögg og Ema Hr­vatin fóru hins vegar mikinn í liði Zwickau og lögðu grunninn að þriggja marka sigri liðsins, 30-27.

Zwickau tryggði sér þar með sigur í ein­vígi liðanna, saman­lagðan 56-50 sigur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.