Í dag fór fram seinni leikurinn í einvígi liðanna en Zwickau hafði unnið fyrri leikinn með þriggja marka mun, 26-23.
Leikmenn Göppingen höfðu því verk að vinna í leik dagsins en Díana Dögg og Ema Hrvatin fóru hins vegar mikinn í liði Zwickau og lögðu grunninn að þriggja marka sigri liðsins, 30-27.
Zwickau tryggði sér þar með sigur í einvígi liðanna, samanlagðan 56-50 sigur.