Sport

Bein útsending: Íslenska CrossFit fólkið á eftir sæti á heimsleikunum í Berlín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson getur komist á tíundu heimsleikanna í röð.
Björgvin Karl Guðmundsson getur komist á tíundu heimsleikanna í röð. Instagram/@bk_gudmundsson

Ísland á margra flotta keppendur á undanúrslitamóti Evrópu um laus sæti á heimsleikunum í CrossFit. Hér er hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu.

Þrír Íslendingar eru komnir inn á heimsleikana en fimm gætu bæst í hópinn í einstaklingskeppninni og svo á Ísland einnig einn fulltrúa í liðakeppninni. Liðakeppnin hófst í gær en einstaklingskeppnin hefst í dag.

Tveir greinar fara fram í einstaklingskeppninni í dag, sú fyrri var i morgun en sú síðari klukkan hálf þrjú í dag. Tvær greinar fara einnig fram í liðakeppninni, sú fyrri var klukkan 8.00 en sú síðari klukkan 14.00. Keppnin heldur síðan áfram á morgun og úrslitin ráðast síðan á sunnudaginn.

Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu.

Í liðakeppninni keppa þau Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Ragnar Ingi Klemenzson og Viktor Ólafsson með liði Crossfit Sport. Þau eru í 26. sæti eftir tvær greinar á fyrsta keppnisdeginum í gær.

Ellefu karlar, ellefu konur og tíu lið tryggja sér sæti á heimsleikunum á þessu móti í Berlín.

Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra.

Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá seinni greinum dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×