Handbolti

Erlingur sá þriðji sem gerir tvö lið að meisturum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erlingur Richardsson ásamt markvörðum ÍBV, Petar Jokanovic og Pavel Miskevich.
Erlingur Richardsson ásamt markvörðum ÍBV, Petar Jokanovic og Pavel Miskevich. vísir/vilhelm

Erlingur Richardsson er þriðji þjálfarinn sem gerir tvö lið að Íslandsmeisturum síðan úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1991-92.

ÍBV varð Íslandsmeistari í þriðja sinn í gær eftir sigur á Haukum í oddaleik í Eyjum, 25-23. Þetta var síðasti leikur Erlings með ÍBV en hann er hættur með liðið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erlingur kveður með titli en hann gerði það einnig með HK 2012. Hann gerði liðið þá að Íslandsmeisturum ásamt Kristni Guðmundssyni.

Erlingur er sá þriðji sem afrekar það að gera tvö lið að meisturum síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Gunnar Magnússon var sá fyrsti en hann gerði ÍBV að meisturum 2014 og Hauka tveimur árum síðar. Patrekur Jóhannesson stýrði Haukum til Íslandsmeistaratitils 2015 og Selfossi fjórum árum síðar.

Erlingur er jafnframt tíundi þjálfarinn sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í sögu úrslitakeppninnar. Þorbjörn Jensson er sigursælastur með þrjá titla.

Flestir titlar í sögu úrslitakeppninnar

3 titlar

  • Þorbjörn Jensson - Valur (1993-95)

2 titlar

  • Kristján Arason - FH (1992 og 2011)
  • Jón Kristjánsson - Valur (1996 og 1998)
  • Viggó Sigurðsson - Haukar (2001 og 2003)
  • Páll Ólafsson - Haukar (2004 og 2005)
  • Aron Kristjánsson - Haukar (2009 og 2010)
  • Erlingur Richardsson - HK (2012), ÍBV (2023)
  • Gunnar Magnússon - ÍBV (2014), Haukar (2016)
  • Arnar Pétursson - ÍBV (2014 og 2018)
  • Patrekur Jóhannesson - Haukar (2015), Selfoss (2019)
  • Snorri Steinn Guðjónsson - Valur (2021 og 2022)

Tengdar fréttir

Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl?

Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum.

Twitter eftir sigur ÍBV: Sturluð rimma

Eins og vanalega hafði fólk ýmislegt að segja á Twitter þegar ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld.

„Ég er svo stoltur“

Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld með 25-23 sigri á Haukum í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson hefur verið í öllum þremur Íslandsmeistaraliðum ÍBV en í fyrsta sinn tryggði liðið sér titilinn á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×