Körfubolti

NBA-stjarna hneykslar marga með því að tvíta um brjóstamjólk kærustunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Josh Hart sendi frá sér mjög sérstak tvít og fékk líka talsverð viðbrögð við því.
 Josh Hart sendi frá sér mjög sérstak tvít og fékk líka talsverð viðbrögð við því. Getty/Elsa

Leikmaður New York Knicks opnaði óvæntar dyr á samfélagsmiðlum í gær og fékk vægast sagt hörð viðbrögð frá NBA-heiminum.

Josh Hart spurði á Twitter hvort að einhver hafi smakkað brjóstamjólk kærustu sinnar. Sagðist reyndar að vera að spyrja fyrir vin en samt.

Það stóð ekki á viðbrögðum og Jalen Brunson, liðsfélagi hans hjá Knicks, bað hann meðal annars um að týna símanúmerinu sínu.

Hart kom sterkur inn hjá New York Knicks í vetur en menn vita ekki alveg hvernig þeir eiga að taka færslu hjá þessum 28 ára leikmanni.

Hann var með 10,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni og hækkaði meðalskor sitt frá því í deildarkeppninni.

Það er ekkert skrýtið að margir velti sér fyrir því hvað sé eiginlega í gangi á heimili Hart.

Fyrir áhugasama þá er kærasta hans Shannon Phillips og hún fæddi son í byrjun þessa mánaðar. Hún átti von á sér í miðri úrslitakeppni og litlu munaði að Hart missti af leik vegna þess.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.