Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 20:39 Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir ætla sér að taka slaginn með Selfyssingum í Grill 66-deildinni næsta vetur. Samsett Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni. UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni.
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira