Átta milljón dauðsföll á ári Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar 31. maí 2023 07:00 Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar