Körfubolti

Helgi hættur hjá KR

Sindri Sverrisson skrifar
Helgi Már Magnússon er hættur störfum hjá KR.
Helgi Már Magnússon er hættur störfum hjá KR. VÍSIR/BÁRA

Það kemur í hlut nýs þjálfara að freista þess að stýra KR aftur upp í efstu deild karla í körfubolta því Helgi Már Magnússon er hættur störfum.

Helgi stýrði KR í tvö tímabil en á seinna tímabilinu féll liðið niður úr Subway-deildinni.

Samkvæmt tilkynningu körfuknattleiksdeildar KR var það samkomulag Helga og stjórnar deildarinnar að hann léti af störfum.

Sem leikmaður átti Helgi ríkan þátt í gríðarlegri velgengni KR-inga á þessari öld en hann varð Íslandsmeistari með liðinu alls sjö sinnum, árin 2000, 2009, 2014, 2015, 2016, 2018 og 2019, og bikarmeistari árið 2016. Helgi lék einnig 95 A-landsleiki.

Þetta er í annað sinn sem að Helgi hættir sem þjálfari KR en hann var ráðinn spilandi þjálfari liðsins árið 2012, áður en Finnur Freyr Stefánsson tók svo við liðinu ári síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.