„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Máni Snær Þorláksson skrifar 27. maí 2023 16:22 Ína Kristín Bjarnadóttir vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Vísir/Aðsend/Vilhelm Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira