Á Íslandi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabbamein Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 26. maí 2023 15:00 Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum. Lífsstílstengdar krabbameinsforvarnir skipta máli, þær eru árangursríkar. Þegar tóbaksvarnir eru ræddar á alþjóðavísu er oft horft til Íslands. Í dag sjáum við svart á hvítu áhrif öflugra tóbaksvarna, sem nú skila sér í lækkuðu nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina. Þessar öflugu tóbaksvarnir skila sér nú, áratugum eftir mjög metnaðarfullar, samstilltar aðgerðir Krabbameinsfélagsins og stjórnvalda; mjög mikla fræðslu, verðhækkanir, sýnileikabann, bann við reykingum og fleira og fleira. Þegar horft er í baksýnisspegilinn er ekki hægt annað en að fyllast aðdáun yfir þeim kjarki og framsýni sem ráðamenn sýndu og létu verkin tala. Mótbyrinn var áreiðanlega bæði mikill og úr mörgum áttum og líklega bökuðu þessir aðilar sér óvild margra með aðgerðunum. Núna eru þó fáir eða engir sem vildu hverfa til fyrra horfs. Umræða um forvarnir og aðgerðir til að vinna að betri lýðheilsu snýst oft yfir í tal um forræðishyggju og að verið sé að trufla markaðinn. Jafnvel er talað um afdalamennsku og afturhaldssemi. Það er einfaldlega útúrsnúningur. Með því að setja lýðheilsu og forvarnir í forgang er einmitt verið að vinna út frá nýjustu þekkingu að því að bæta lífskjör þjóðarinnar. Engin lögmál segja að markaðurinn skuli alltaf koma fyrst. Lög um tóbaksvarnir voru fyrst og fremst mjög afdrifarík lýðheilsuaðgerð sem hafa bjargað fjölda mannslífa. Er ekki tímabært að setja heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti? Strangt til tekið geta flestar ákvarðanir okkar í daglegu lífi ýmist aukið líkurnar á krabbameinum eða dregið úr þeim. Þær lífsvenjur sem hafa hvað mest áhrif í jákvæða átt eru að reykja ekki eða neyta tóbaks í öðru formi, borða hollan mat í hæfilegu magni, þar á meðal ríkulega af grænmeti, ávöxtum og heilkorna matvælum, stunda reglubundna hreyfingu, sporna gegn mikilli líkamsþyngd, neyta áfengis í hófi eða sleppa því, sinna sólarvörnum og nýta boð í skimanir fyrir krabbameinum. Margt spilar inn í ákvarðanatöku okkar í daglegu lífi, ekki síst ytri aðstæður, umhverfið sem við búum við. Við tökum ákvarðanir sjaldnast skipulega og yfirvegað heldur nánast án umhugsunar út frá umhverfinu sem litast mjög af áhrifum markaðsaflanna sem umlykja okkur öllum stundum. Úrval, aðgengi, verð og framsetning til dæmis hollra og óhollra matvæla auk áfengis hefur áhrif á innkaup og neyslu þessara vara sem svo hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Endanlegar ákvarðanir eru auðvitað einstaklinganna sjálfra en ábyrgð stjórnvalda er líka gríðarstór því með ákveðnum aðgerðum geta þau haft áhrif sem stýra fólki frekar í átt að því að taka heilsusamlegar ákvarðanir. Stjórnvöld geta með sinni forgangsröðun og ákvörðunum, sköttum, ívilnunum og lagasetningu raunverulega haft gríðarleg áhrif á lýðheilsu og meðal annars dregið úr fjölda krabbameinstilvika. Þegar lýðheilsustefna var samþykkt á Alþingi í júní 2021, voru það orð ráðherra að í allri áætlanagerð og stefnumótun ætti að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða. Það vill gleymast eins og sést á endurtekinni umræðu á Alþingi um aukið aðgengi að áfengi en er alltaf hægt að rifja upp. Áhrif fyrirtækja eru líka mikil og geta verið mjög jákvæð gagnvart lýðheilsu. Flest fyrirtæki í dag vilja sýna samfélagslega ábyrgð og sú ábyrgð getur sannarlega snúið að lýðheilsumálum. Til að fækka krabbameinstilvikum þarf að taka höndum saman. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að kynna sér áhættuþætti krabbameina og gera það sem hægt er að gera til að draga úr áhættu. Félagið hvetur stjórnvöld sérstaklega til dáða; að sýna kjark sinn í verki, þannig að lýðheilsa og forvarnir hafi forgang í áætlanagerð og stefnumótun og stefna stjórnvalda og aðgerðir miði að því að auðvelda fólki að taka heilsueflandi ákvarðanir í daglegu lífi. Félagið hvetur einnig fyrirtækin í landinu til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og vinna að metnaðarfullum markmiðum sem miða að bættri lýðheilsu. Með samstilltu átaki getum við bætt lýðheilsu þjóðarinnar og fækkað krabbameinum. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins má sjá upplýsingar um áhættuþætti krabbameina og lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og teymisstjóri fræðslu og forvarna hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum. Lífsstílstengdar krabbameinsforvarnir skipta máli, þær eru árangursríkar. Þegar tóbaksvarnir eru ræddar á alþjóðavísu er oft horft til Íslands. Í dag sjáum við svart á hvítu áhrif öflugra tóbaksvarna, sem nú skila sér í lækkuðu nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina. Þessar öflugu tóbaksvarnir skila sér nú, áratugum eftir mjög metnaðarfullar, samstilltar aðgerðir Krabbameinsfélagsins og stjórnvalda; mjög mikla fræðslu, verðhækkanir, sýnileikabann, bann við reykingum og fleira og fleira. Þegar horft er í baksýnisspegilinn er ekki hægt annað en að fyllast aðdáun yfir þeim kjarki og framsýni sem ráðamenn sýndu og létu verkin tala. Mótbyrinn var áreiðanlega bæði mikill og úr mörgum áttum og líklega bökuðu þessir aðilar sér óvild margra með aðgerðunum. Núna eru þó fáir eða engir sem vildu hverfa til fyrra horfs. Umræða um forvarnir og aðgerðir til að vinna að betri lýðheilsu snýst oft yfir í tal um forræðishyggju og að verið sé að trufla markaðinn. Jafnvel er talað um afdalamennsku og afturhaldssemi. Það er einfaldlega útúrsnúningur. Með því að setja lýðheilsu og forvarnir í forgang er einmitt verið að vinna út frá nýjustu þekkingu að því að bæta lífskjör þjóðarinnar. Engin lögmál segja að markaðurinn skuli alltaf koma fyrst. Lög um tóbaksvarnir voru fyrst og fremst mjög afdrifarík lýðheilsuaðgerð sem hafa bjargað fjölda mannslífa. Er ekki tímabært að setja heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti? Strangt til tekið geta flestar ákvarðanir okkar í daglegu lífi ýmist aukið líkurnar á krabbameinum eða dregið úr þeim. Þær lífsvenjur sem hafa hvað mest áhrif í jákvæða átt eru að reykja ekki eða neyta tóbaks í öðru formi, borða hollan mat í hæfilegu magni, þar á meðal ríkulega af grænmeti, ávöxtum og heilkorna matvælum, stunda reglubundna hreyfingu, sporna gegn mikilli líkamsþyngd, neyta áfengis í hófi eða sleppa því, sinna sólarvörnum og nýta boð í skimanir fyrir krabbameinum. Margt spilar inn í ákvarðanatöku okkar í daglegu lífi, ekki síst ytri aðstæður, umhverfið sem við búum við. Við tökum ákvarðanir sjaldnast skipulega og yfirvegað heldur nánast án umhugsunar út frá umhverfinu sem litast mjög af áhrifum markaðsaflanna sem umlykja okkur öllum stundum. Úrval, aðgengi, verð og framsetning til dæmis hollra og óhollra matvæla auk áfengis hefur áhrif á innkaup og neyslu þessara vara sem svo hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Endanlegar ákvarðanir eru auðvitað einstaklinganna sjálfra en ábyrgð stjórnvalda er líka gríðarstór því með ákveðnum aðgerðum geta þau haft áhrif sem stýra fólki frekar í átt að því að taka heilsusamlegar ákvarðanir. Stjórnvöld geta með sinni forgangsröðun og ákvörðunum, sköttum, ívilnunum og lagasetningu raunverulega haft gríðarleg áhrif á lýðheilsu og meðal annars dregið úr fjölda krabbameinstilvika. Þegar lýðheilsustefna var samþykkt á Alþingi í júní 2021, voru það orð ráðherra að í allri áætlanagerð og stefnumótun ætti að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða. Það vill gleymast eins og sést á endurtekinni umræðu á Alþingi um aukið aðgengi að áfengi en er alltaf hægt að rifja upp. Áhrif fyrirtækja eru líka mikil og geta verið mjög jákvæð gagnvart lýðheilsu. Flest fyrirtæki í dag vilja sýna samfélagslega ábyrgð og sú ábyrgð getur sannarlega snúið að lýðheilsumálum. Til að fækka krabbameinstilvikum þarf að taka höndum saman. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að kynna sér áhættuþætti krabbameina og gera það sem hægt er að gera til að draga úr áhættu. Félagið hvetur stjórnvöld sérstaklega til dáða; að sýna kjark sinn í verki, þannig að lýðheilsa og forvarnir hafi forgang í áætlanagerð og stefnumótun og stefna stjórnvalda og aðgerðir miði að því að auðvelda fólki að taka heilsueflandi ákvarðanir í daglegu lífi. Félagið hvetur einnig fyrirtækin í landinu til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og vinna að metnaðarfullum markmiðum sem miða að bættri lýðheilsu. Með samstilltu átaki getum við bætt lýðheilsu þjóðarinnar og fækkað krabbameinum. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins má sjá upplýsingar um áhættuþætti krabbameina og lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og teymisstjóri fræðslu og forvarna hjá Krabbameinsfélaginu.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun