Rúmlega 150 milljarða halli hjá ríkissjóði og úrvinda sjálfboðaliðar Bergvin Oddsson skrifar 26. maí 2023 13:00 Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar