„Enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 09:01 Andri Þór Helgason og Leó Snær Pétursson voru hressir þegar Gaupi hitti þá í gær. Stöð 2 Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason segjast mættir í Mosfellsbæ til að hjálpa Aftureldingu að vinna fleiri titla. Þeir glöddust mjög yfir að geta sameinað handboltakrafta sína á nýjan leik. Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira