Létu ekki sópa sér og reyna það sem 150 hefur mistekist Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 07:30 Jayson Tatum búinn að finna leið að körfu Miami í sigrinum í gærkvöld. AP/Rebecca Blackwell Lið Boston Celtics er enn á lífi í einvíginu við Miami Heat eftir að hafa landað 116-99 sigri í Miami í gærkvöld. Miami er enn 3-1 yfir en nú færist einvígið yfir til Boston á nýjan leik. Liðin mætast aftur annað kvöld og svo í Miami á laugardaginn ef þess þarf, og mögulega í oddaleik í Boston 29. maí. Sigurliðið mætir Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst 1 júní. Þrátt fyrir sigurinn er vonin veik hjá Boston og vert að benda á að engu liði í sögunni hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir. Af þeim 150 sem hafa reynt hefur 150 mistekist. Útlitið var ekki gott hjá Boston snemma í þriðja leikhluta í gærkvöld, níu stigum undir og á leið í sumarfrí. En svo small allt og sigurinn varð á endanum öruggur. „Við vorum bara að reyna að bjarga tímabilinu okkar,“ sagði Jayson Tatum sem skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Jaylen Brown skoraði 17 stig. Jayson Tatum has 6 30-point, 10-rebound, 5-assist games this postseason, tied for 2nd-most in a single postseason all-time. Only LeBron James in 2018 had more (7). pic.twitter.com/R6Ywf2Ql2v— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 24, 2023 Eftir að hafa lent níu stigum undir skoraði Boston átján stig í röð, á þremur mínútum, og liðið endaði á að vinna þriðja leikhluta 38-23. „Við getum ekki slakað á. Við verðum að halda sama ákafa allan tímann, sama hugarfari, og hafa sömu einbeitingu í næsta leik,“ sagði Joe Mazzulla, þjálfari Boston. Jayson Tatum went OFF vs. the Heat to force Game 5 pic.twitter.com/CFoIiG7i3f— SportsCenter (@SportsCenter) May 24, 2023 Derrick White skoraði 16 stig fyrir Boston, Grant Williams 14, Al Horford 12 og Marcus Smart 11. Jimmy Butler var stigahæstur Miami með 29 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Sjá meira
Liðin mætast aftur annað kvöld og svo í Miami á laugardaginn ef þess þarf, og mögulega í oddaleik í Boston 29. maí. Sigurliðið mætir Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst 1 júní. Þrátt fyrir sigurinn er vonin veik hjá Boston og vert að benda á að engu liði í sögunni hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir. Af þeim 150 sem hafa reynt hefur 150 mistekist. Útlitið var ekki gott hjá Boston snemma í þriðja leikhluta í gærkvöld, níu stigum undir og á leið í sumarfrí. En svo small allt og sigurinn varð á endanum öruggur. „Við vorum bara að reyna að bjarga tímabilinu okkar,“ sagði Jayson Tatum sem skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Jaylen Brown skoraði 17 stig. Jayson Tatum has 6 30-point, 10-rebound, 5-assist games this postseason, tied for 2nd-most in a single postseason all-time. Only LeBron James in 2018 had more (7). pic.twitter.com/R6Ywf2Ql2v— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 24, 2023 Eftir að hafa lent níu stigum undir skoraði Boston átján stig í röð, á þremur mínútum, og liðið endaði á að vinna þriðja leikhluta 38-23. „Við getum ekki slakað á. Við verðum að halda sama ákafa allan tímann, sama hugarfari, og hafa sömu einbeitingu í næsta leik,“ sagði Joe Mazzulla, þjálfari Boston. Jayson Tatum went OFF vs. the Heat to force Game 5 pic.twitter.com/CFoIiG7i3f— SportsCenter (@SportsCenter) May 24, 2023 Derrick White skoraði 16 stig fyrir Boston, Grant Williams 14, Al Horford 12 og Marcus Smart 11. Jimmy Butler var stigahæstur Miami með 29 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Sjá meira