Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 17:58 Þórey í setti í Seinni bylgjunni eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn Vísir/Anton Brink Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira