Miami í góðri stöðu eftir frábæran endasprett Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:30 Jimmy Butler ánægður á svip í leiknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum gegn Boston. Liðin leika næst í Miami. Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira