Körfubolti

Fékk af­sökunar­beiðni frá KR eftir að hafa misst af verð­launa­af­hendingu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hulda Ósk fékk afsökunarbeiðni frá stjórn KR eftir mistökin.
Hulda Ósk fékk afsökunarbeiðni frá stjórn KR eftir mistökin. Twitter síða Þorgeirs Arnar

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir leikmaður KR í körfubolta var valin í lið ársins í 1. deild kvenna en missti af verðlaunaafhendingunni þar sem stjórn KR gleymdi að láta hana vita.

Þorgeir Örn Tryggvason vakti fyrst athygli á málinu í gær og skrifaði um það á Twitter. Hann sagði þar að Hulda Ósk hefði verið valin í lið ársins í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Hins vegar hafi KR ekki látið Huldu Ósk vita af valinu og hún því ekki getað mætt til að veita verðlaununum viðtöku.

Í samtali við Vísi segir Hulda Ósk að stjórn KR hafi haft samband við hana og beðist margfalt afsökunar á því að það þetta hafi farið framhjá þeim. Hún segist kunna vel að meta það.

„Ég vil þó meina að þetta hefði aldrei komið fyrir ef um væri að ræða leikmann úr karlaliðinu. Þetta er alltaf saman sagan. Árið er 2023, gerum betur gagnvart kvenmönnum í íþróttum,“ sagði Hulda Ósk þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hana.

Hulda Ósk var á sínu öðru tímabili með KR í vetur en hún gekk til liðs við félagið frá Fjölni sumarið 2021 og var einnig valin í lið ársins á síðasta tímabili. 


Tengdar fréttir

Kári og Eva Margrét valin best

Kári Jónsson úr Val og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum voru í dag valin leikmenn ársins í Subway deildunum í körfubolta en KKÍ stóð þá fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×