Handbolti

Þorsteinn Leó skoraði bara eitt mark í fyrsta leik en er samt markahæstur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur skorað 27 mörk í síðustu þremur leikjum.
Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur skorað 27 mörk í síðustu þremur leikjum. Vísir/Hulda Margrét

Afturelding og Haukar spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Staðan er jöfn 2-2 en þrír af fjórum leikjunum hafa unnist með einu marki.

Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa verið atkvæðamestir í þessum fjórum fyrstu leikjum.

Unga stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson er sá markahæsti með 28 mörk í fjórum leikjum sem gera sjö mörk að meðaltali í leik.

Það sem gerir þessa staðreynd enn merkilegri er að Þorsteinn Leó var ískaldur í fyrsta leik þar sem hann nýtti aðeins eitt af átta skotum sínum. Í síðustu þremur leikjum er hann hins vegar með 27 mörk og það úr aðeins 41 skoti. Það gera níu mörk í leik og 66 prósent skotnýtingu.

Haukamaðurinn Andri Már Rúnarsson hefur skorað tíu mörk í síðustu tveimur leikjum og er aðeins einu marki á eftir Þorsteini. Guðmundur Bragi Ástþórsson er síðan þriðji markahæstur með 26 mörk en ellefu af þeim komu í fyrsta leiknum.

Afturelding á toppmenn á fleiri listum í tölfræði HB Statz. Blær Hinriksson er bæði sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar og skapað flest mörk með annað hvort að skora eða gefa stoðsendingu.

Einar Ingi Hrafnsson hefur síðan fiskað flest víti eða sex en Blær er þar í öðru sæti með fimm fiskuð víti.

Hér fyrir neðan má sjá þessa topplista úr einvíginu.

  • Samantekt á tölfræði HB Statz

  • Flest mörk í fyrstu fjórum leikjum einvígisins:
  • 28 - Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu
  • 27 - Andri Már Rúnarsson, Haukum
  • 26/8 - Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum
  • 24/6 - Blær Hinriksson, Aftureldingu
  • 17/4 - Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu
  • 16/1 - Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukum
  • 14 - Birkir Benediktsson, Aftureldingu
  • 14 - Ihor Kopyshynskyi, Aftureldingu
  • 12 - Geir Guðmundsson, Haukum
  • 11 - Einar Ingi Hrafnsson, Aftureldingu
  • 11 - Ólafur Ægir Ólafsson, Haukum
  • -
  • Flestar stoðsendingar í fyrstu fjórum leikjum einvígisins:
  • 17 - Blær Hinriksson, Aftureldingu
  • 14 - Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu
  • 14 - Birkir Benediktsson, Aftureldingu
  • 9 - Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum
  • 7 - Andri Már Rúnarsson, Haukum
  • 4 - Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu
  • 4 - Geir Guðmundsson, Haukum


  • Flest sköpuð mörk í fyrstu fjórum leikjum einvígisins:
  • (Mörk + Stoðsendingar)
  • 41 - Blær Hinriksson, Aftureldingu (24+17)
  • 35 - Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum (26+9)
  • 34 - Andri Már Rúnarsson, Haukum (27+7)
  • 32 - Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu (28+4)
  • 31 - Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu (17+14)
  • 28 - Birkir Benediktsson, Aftureldingu (14+14)
  • 17 - Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukum (16+1)
  • 16 - Geir Guðmundsson, Haukum (12+4)
  • 14 - Ihor Kopyshynskyi, Aftureldingu (14+0)
  • -
  • Flest fiskuð víti í fyrstu fjórum leikjum einvígisins:
  • 6 - Einar Ingi Hrafnsson, Aftureldingu
  • 5 - Blær Hinriksson, Aftureldingu
  • 3 - Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum
  • 2 - Andri Már Rúnarsson, Haukum
  • 2 - Ólafur Ægir Ólafsson, Haukum
  • 2 - Þráinn Orri Jónsson, Haukum
  • -
  • Flest varin skot í fyrstu fjórum leikjum einvígisins:
  • 34/1 - Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum
  • 31/1 - Jovan Kukobat, Aftureldingu
  • 16/1 - Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×