Rökin með hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar 16. maí 2023 10:01 Þegar umræða um hvalveiðar ber á góma þá eru rökin með því að halda skuli áfram veiðum helst þessi: Þetta er menningararfur Íslendinga Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland Hvalir borða fiskinn okkar Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Ég ætla að rekja þessi rök hér: Þetta er menningararfur Íslendinga „Hvalveiðar hafa sannarlega verið stundaðar í sjónum í kringum landið öldum saman,en fyrst og fremst af útlendingum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Þetta skrifar Margrét Tryggvadóttir í Kjarnanum í fyrra og bætir við að það voru útlendingar sem veiddu hvali við Íslandsstrendur öldum saman. Baskar, Hollendingar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Danir og Norðmenn veiddu hvali á Íslandsmiðum og þróuðu aðferðir til að drepa sem flest dýr með sem árangursríkustum hætti. Þegar leið á 19. öldina voru settar upp hvalveiðistöðvar á nokkrum stöðum á Íslandi. Sóðaskapurinn var mikill og rotnandi hvalaskrokkum hent í fjörur landsins eftir að búið var að hirða allt nýtilegt af þeim. Tækninýjungar, svo sem hraðskreiðari skip og veiðarfæri, ollu ofveiði og þrengdu mjög að hvalastofnunum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Á meðan útlendingar sópuðu hér upp hvölum reyndum við af veikum mætti að hafa stjórn á starfseminni. Strax árið 1886 voru hvalveiðar bannaðar á sumrin innan 3 mílna lögsögunnar en það hafði lítil áhrif enda hægt að veiða utan við mílurnar þrjár og draga aflann í næstu hvalveiðistöð. Íslenskir sjómenn voru almennt á móti hvalveiðum enda trufluðu þær aðrar veiðar. Alþingi bannaði hvalveiðar í 10 ár frá árinum 1915 og það bann var framlengt til 1928. Það er svo ekki fyrr en 1948 sem fyrirtækið Hvalur hf. byggir hvalveiðistöð Í Hvalfirði. Veiðar jukust jafnt og þétt og náðu sennilega hámarki á 8. áratugnum. Þá var megnið af kjötinu selt til Bretlands og notað í mjöl til dýraeldis. Þær veiðar stóðu þar til Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni 1986. (Margrét Tryggvadóttir, Kjarninn júlí 2022) Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland að veiða hval Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. (Frétt á Vísi 14. Maí 2023) Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir hvalveiðar Íslendinga hafa neikvæð áhrif á ímynd Íslands og að það sé nóg að einungis 7-8 þúsund ferðamenn hætta við að koma hingað vegna hvalveiða okkar til að þeir 2 milljarðar sem áætlað er að komi inn í þjóðarbúið á góðu hvalveiðiári tapist. Ferðaþjónustan segir að það hafi raunveruleg áhrif þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um veiðarnar. ( í Vikulokunum á Rás 1, 13 maí 2023) Hvalaskoðunarfyrirtæki skila meiru í þjóðarbúið en hvalveiðar. Rannveig Grétarsdóttir talsmaður hvalaskoðunarfyrirtækja segir: „ Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Hvalir borða fiskinn okkar Það er ótrúlegt hvað þessi mýta er lífseig, en hún á ekki við rök að styðjast! Hvalir gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni sem er ein af helstu ógnum við okkar samfélag. Með lífsferli sínu bindur eitt stórhveli um 33 tonn af kolefni eða á við 1,500 tré. Sömuleiðis gegna þeir lykilhlutverki í fæðukeðju hafsins. Með því að kafa á sjávarbotn og ferðast um höfin framleiða hvalir næringarrík úrgangský sem styrkja svif og önnur smádýr, fjölgun hvala styrkir fiskistofna, stóra sem smáa, og á endanum hvalina sjálfa. Þegar hvalir enda lífdaga sína í hafinu sjálfu og sökkva til botns binda þeir mikið magn kolefnis til langs tíma. Hvalir gefa meira en þeir taka. Þeir stuðla að heilbrigðu lífríki sjávar og hafa lifað í jafnvægi við umhverfi sitt í tugi milljóna ára. (Náttúruverndarsamtökin maí 23) Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Í nýútkominni skýrslu MAST „Eftirlitsskýrsla- Velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022” kemur fram að veiðiaðferðir Hvals hf. leiði til hryllilegra og langdreginna dauðastríða hvala; aðferðirnar stríða gegn lögum um velferð dýra svo ekki verði um villst. Samkvæmt skýrslunni standast veiðiaðferðir Hvals hf. engan veginn kröfur laga um dýravelferðarlög.. Frávikin eru svo stór að frekar er um að ræða reglu en undantekningu. Af þeim 148 hvölum sem voru veiddir í fyrra, voru 36 langreyðar (24%) skotnar oftar en einu sinni með sprengiskutli. Þar af voru fimm hvalir skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án árangurs. Dauðastríð hvala varði í allt að tvær klukkustundir. Þrír hvalir voru skotnir en náðust ekki og hafa því háð langt og kvalafullt dauðastríð. Hryllileg meðferð á dýrum með þessum hætti er óásættanleg og við myndum ekki leyfa sláturhúsum að murka lífið úr kúm, kindum eða svínum klukkutímum saman. (sjá fréttir á öllum miðlum sem staðfesta þetta og sýna myndbönd) Ég vona að þau sem þetta lásu og hafa haldið að þau gömlu rök sem ég taldi upp í byrjun hafi átt við rök að styðjast séu betur upplýst núna. Í dag kl 16:00 ætlum við að mótmæla hvalveiðum og hvetjum ykkur til að gera það með okkur. Hittumst neðst á Skólavörðustíg og göngum fylktu liði að Arnarhóli. Sjá viðburð hér: https://fb.me/e/2JbidBHPt Á mótmælunum munu tala þær: Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur og lektor í HÍ Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í Sjálfbærnivísindum við HÍ Jojo Mehta lögmaður og formaður Stop Ecocide (Stöðvum vistmorð) Emma Kessler barn og hvalavinur Vona að öll séu einnig búin að skrifa undir hér: www.stoppumhvalveidar.is Valgerður Árnadóttir, fh. skipuleggjanda Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Félag lækna gegn umhverfisvá Landvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar umræða um hvalveiðar ber á góma þá eru rökin með því að halda skuli áfram veiðum helst þessi: Þetta er menningararfur Íslendinga Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland Hvalir borða fiskinn okkar Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Ég ætla að rekja þessi rök hér: Þetta er menningararfur Íslendinga „Hvalveiðar hafa sannarlega verið stundaðar í sjónum í kringum landið öldum saman,en fyrst og fremst af útlendingum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Þetta skrifar Margrét Tryggvadóttir í Kjarnanum í fyrra og bætir við að það voru útlendingar sem veiddu hvali við Íslandsstrendur öldum saman. Baskar, Hollendingar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Danir og Norðmenn veiddu hvali á Íslandsmiðum og þróuðu aðferðir til að drepa sem flest dýr með sem árangursríkustum hætti. Þegar leið á 19. öldina voru settar upp hvalveiðistöðvar á nokkrum stöðum á Íslandi. Sóðaskapurinn var mikill og rotnandi hvalaskrokkum hent í fjörur landsins eftir að búið var að hirða allt nýtilegt af þeim. Tækninýjungar, svo sem hraðskreiðari skip og veiðarfæri, ollu ofveiði og þrengdu mjög að hvalastofnunum. Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni. Á meðan útlendingar sópuðu hér upp hvölum reyndum við af veikum mætti að hafa stjórn á starfseminni. Strax árið 1886 voru hvalveiðar bannaðar á sumrin innan 3 mílna lögsögunnar en það hafði lítil áhrif enda hægt að veiða utan við mílurnar þrjár og draga aflann í næstu hvalveiðistöð. Íslenskir sjómenn voru almennt á móti hvalveiðum enda trufluðu þær aðrar veiðar. Alþingi bannaði hvalveiðar í 10 ár frá árinum 1915 og það bann var framlengt til 1928. Það er svo ekki fyrr en 1948 sem fyrirtækið Hvalur hf. byggir hvalveiðistöð Í Hvalfirði. Veiðar jukust jafnt og þétt og náðu sennilega hámarki á 8. áratugnum. Þá var megnið af kjötinu selt til Bretlands og notað í mjöl til dýraeldis. Þær veiðar stóðu þar til Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni 1986. (Margrét Tryggvadóttir, Kjarninn júlí 2022) Það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland að veiða hval Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. (Frétt á Vísi 14. Maí 2023) Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir hvalveiðar Íslendinga hafa neikvæð áhrif á ímynd Íslands og að það sé nóg að einungis 7-8 þúsund ferðamenn hætta við að koma hingað vegna hvalveiða okkar til að þeir 2 milljarðar sem áætlað er að komi inn í þjóðarbúið á góðu hvalveiðiári tapist. Ferðaþjónustan segir að það hafi raunveruleg áhrif þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um veiðarnar. ( í Vikulokunum á Rás 1, 13 maí 2023) Hvalaskoðunarfyrirtæki skila meiru í þjóðarbúið en hvalveiðar. Rannveig Grétarsdóttir talsmaður hvalaskoðunarfyrirtækja segir: „ Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Hvalir borða fiskinn okkar Það er ótrúlegt hvað þessi mýta er lífseig, en hún á ekki við rök að styðjast! Hvalir gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni sem er ein af helstu ógnum við okkar samfélag. Með lífsferli sínu bindur eitt stórhveli um 33 tonn af kolefni eða á við 1,500 tré. Sömuleiðis gegna þeir lykilhlutverki í fæðukeðju hafsins. Með því að kafa á sjávarbotn og ferðast um höfin framleiða hvalir næringarrík úrgangský sem styrkja svif og önnur smádýr, fjölgun hvala styrkir fiskistofna, stóra sem smáa, og á endanum hvalina sjálfa. Þegar hvalir enda lífdaga sína í hafinu sjálfu og sökkva til botns binda þeir mikið magn kolefnis til langs tíma. Hvalir gefa meira en þeir taka. Þeir stuðla að heilbrigðu lífríki sjávar og hafa lifað í jafnvægi við umhverfi sitt í tugi milljóna ára. (Náttúruverndarsamtökin maí 23) Hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum Í nýútkominni skýrslu MAST „Eftirlitsskýrsla- Velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022” kemur fram að veiðiaðferðir Hvals hf. leiði til hryllilegra og langdreginna dauðastríða hvala; aðferðirnar stríða gegn lögum um velferð dýra svo ekki verði um villst. Samkvæmt skýrslunni standast veiðiaðferðir Hvals hf. engan veginn kröfur laga um dýravelferðarlög.. Frávikin eru svo stór að frekar er um að ræða reglu en undantekningu. Af þeim 148 hvölum sem voru veiddir í fyrra, voru 36 langreyðar (24%) skotnar oftar en einu sinni með sprengiskutli. Þar af voru fimm hvalir skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klukkustundir án árangurs. Dauðastríð hvala varði í allt að tvær klukkustundir. Þrír hvalir voru skotnir en náðust ekki og hafa því háð langt og kvalafullt dauðastríð. Hryllileg meðferð á dýrum með þessum hætti er óásættanleg og við myndum ekki leyfa sláturhúsum að murka lífið úr kúm, kindum eða svínum klukkutímum saman. (sjá fréttir á öllum miðlum sem staðfesta þetta og sýna myndbönd) Ég vona að þau sem þetta lásu og hafa haldið að þau gömlu rök sem ég taldi upp í byrjun hafi átt við rök að styðjast séu betur upplýst núna. Í dag kl 16:00 ætlum við að mótmæla hvalveiðum og hvetjum ykkur til að gera það með okkur. Hittumst neðst á Skólavörðustíg og göngum fylktu liði að Arnarhóli. Sjá viðburð hér: https://fb.me/e/2JbidBHPt Á mótmælunum munu tala þær: Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur og lektor í HÍ Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í Sjálfbærnivísindum við HÍ Jojo Mehta lögmaður og formaður Stop Ecocide (Stöðvum vistmorð) Emma Kessler barn og hvalavinur Vona að öll séu einnig búin að skrifa undir hér: www.stoppumhvalveidar.is Valgerður Árnadóttir, fh. skipuleggjanda Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Félag lækna gegn umhverfisvá Landvernd
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar