Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:05 Frank Aron Booker skilaði sínu og gott betur en það í kvöld. Vísir/Davíð Már Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. „Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið. Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
„Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið.
Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25