Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:05 Frank Aron Booker skilaði sínu og gott betur en það í kvöld. Vísir/Davíð Már Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. „Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið. Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið.
Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25