„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 21:25 Pavel í kvöld. Vísir/Davíð Már Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira