Hafréttur: Erum við komin fram úr okkur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. maí 2023 10:00 Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun