Vilja Kópavogsbúar sökkva einu af flaggskipum sínum? Sigurður S. Snorrason skrifar 8. maí 2023 16:00 Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun