Jákvæð skref til framtíðar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2023 07:31 Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun