Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 09:00 Mariam Eradze reyndist hetja Vals gegn Stjörnunni í gær. VÍSIR/VILHELM Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira
ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30