Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 09:00 Mariam Eradze reyndist hetja Vals gegn Stjörnunni í gær. VÍSIR/VILHELM Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30