Að meðaltali frekar fínt Guðbrandur Einarsson skrifar 4. maí 2023 07:31 Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Fasteignamarkaður Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar