Staðreyndaúttektir í einelti- og áreitnimálum á vinnustöðum Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 3. maí 2023 09:01 Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun